Oddviti Neslistans hefur áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 13:03 Neslistinn hefur boðið fram krafta sína síðan 1990 Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira