Lífið

Pollapönkarar fjórðu á svið

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Eurovision.tv
Strákarnir í Pollapönk verða fjórðu á svið á úrslitakvöldi Eurovision á laugardagskvöldið. Greint var frá niðurröðun atriða á vef keppninnar í kvöld. Á undan þeim keppa Úkraína, Hvíta-Rússland og Aserbaídsjan.

Í kvöld komust Sviss, Slóvenía, Pólland, Rúmenía, Noregur, Grikkland, Malta, Hvíta-Rússland, Finnland og Austurríki á úrslitakvöldið.

Á þriðjudaginn komust Svartfjallaland, Ungverjaland, Rússland, Armenía, Aserbaídsjan, San marínó, Úkraína, Svíþjóð, Holland og Ísland.

Það er því ljóst Ísland, Danmörk, Finnland, Svíþjóð og Noregur munu öll taka þátt í úrslitakvöldinu.

Hér að neðan má sjá myndband af viðbrögðum keppenda sem komust áfram í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.