Lífið

Þessir komust áfram í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mynd/eurovision.tv
Sviss, Slóvenía, Pólland, Rúmenía, Noregur, Grikkland, Malta, Hvíta-Rússland, Finnland og Austurríki komust áfram í seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í kvöld.

Þessi tíu lönd keppa því í úrslitum Eurovision á laugardagskvöldið ásamt Pollapönkurum frá Íslandi, Armeníu, Aserbaísjan, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Svartfjallalandi, Rússlandi, San Marínó, Spáni, Svíþjóð, Hollandi, Úkraínu og Bretlandi.

Íbúar allra landa sem tóku þátt í Eurovision, alls 37 lönd, geta kosið með símakosningu á laugardag og gilda þau atkvæði fimmtíu prósent á móti atkvæðum dómnefndar.

Ísland stígur á svið í fyrri helmingi úrslitakvöldsins en röð allra keppenda ætti að liggja fyrir stuttu eftir blaðamannafund sem nú fer fram með keppendum sem komust áfram í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.