Tónlist

Elsti aðdáandi Pollapönks fundinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skjáskot/Facebook
"Elsti aðdándi okkar sem við vitum um er 104 ára. Það var stórkostleg stund fyrir okkur að hitta hana. Virðing," skrifa meðlimir Pollapönks við mynd af sér með hinni þýsku Oma Ella.

Hún birtir mynd af sér með Pollapönkurum á Facebook-síðu sinni og er greinilega afar hrifin af strákunum okkar.

Oma er mikill Eurovision-aðdáandi ef marka má Facebook-síðu hennar og hefur hún náð að mynda sig í bak og fyrir með ýmsum keppendum.

Pollapönkarar keppa til úrslita í Eurovision á laugardagskvöldið með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Í kvöld kemur í ljós hvaða tíu lönd til viðbótar hreppa sæti í úrslitunum.


Tengdar fréttir

Sjáðu okkar menn eru lagðir af stað

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var fyrr í dag má sjá hljómsveitina Pollapönk sem stígur á stokk í Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. Þeir ætla að syngja sig upp úr forkeppninni og í aðalkeppnina sem er á laugardagskvöldið.

Ráðherra í Pollapönksgalla

"Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk,“ segir Eygló Harðardóttir.

Sjáðu Steinda fagna

Eins og sjá má var spennan mikil hjá Steinda Jr sem birti þetta myndskeið af sér í gær.

Þúsund manns drógu andann í einu

"Ég geri ráð fyrir því að sofa mikið í júlí,“ segir Óttarr Proppé sem hefur síðustu daga bæði unnið Útsvar og komist í úrslit Eurovision.

Svavar Örn rifjar upp Eurovision

Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum.

Pollrólegir baksviðs

Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi.

Lyginni líkast - 3 stig réðu úrslitunum

Jon Ola Sand, stjórnandi Eurovisionkeppninnar upplýsti á Twitter síðunni sinni í morgun að aðeins 3 stig voru á milli framlags landanna sem lentu í tíunda og tólfta sæti í undankeppninni í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.