Lífið

"Ég var byrjaður að brynja mig“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
„Það er erfitt að koma fílingnum í orð. Hann er stórkostlegur og okkur líður alveg gríðarlega vel. Við komum boðskapnum vel á framfæri og þetta er ótrúleg hamingja,“ segir Arnar Gíslason, eða sá bleiki, en hann er trommuleikari Pollapönks.

Framlag Íslands í keppninni í kvöld og viðbrögð okkar manna að því loknu má sjá í myndböndunum tveimur hér að neðan.

Pollapönk tryggði sér sæti í úrslitakeppni Eurovision á laugardagskvöldið, en nafn Íslands var borið síðast upp. Arnar segir spennuna hafa verið mikla.

„Ég var byrjaður að brynja mig þegar eitt umslag var eftir og var farinn að hugsa: Við gerðum okkar besta, eins og við gerum alltaf, en það dugði ekki til,“ segir Arnar. Hann á erfitt með að gera grein fyrir viðbrögðum sínum þegar Ísland var talið upp og lýsir þeim sem „einhvers konar handaveif.“

Arnar segir meðlimi hljómsveitarinnar vera þakkláta Íslendingum fyrir allan stuðninginn.

„Það er endalaust þakklætið sem viljum koma á framfæri til allra og við finnum gríðarlega góða strauma frá Íslandi fyrir því sem við erum að koma á framfæri, okkar boðskap og tónlist. Við segjum bara gríðarstórt TAKK,“ segir Arnar og tekur fram að Pollapönk mun halda áfram að breiða út boðskap hljómsveitarinnar um Enga fordóma.


Tengdar fréttir

Fyrsti alþingismaðurinn í sögu keppninnar

„Við ætlum bara að gera þetta almennilega og standa okkur vel,“ segir Pollapönkarinn Óttarr Proppé, sem í kvöld brýtur að sögn sérfróðra blað í sögu Söngvakeppni evrópskra söngvakeppni með því að vera fyrsti starfandi alþingismaðurinn sem stígur þar á svið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.