Volkswagen græðir á Audi og Porsche Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 13:15 Audi S3 Cabriolet. Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent
Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent