Engar „formlegar viðræður“ hafnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2014 12:30 Guðlaug Kristjánsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir segja engar formlegar viðræður hafnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04
Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22