Frambjóðendur Bjartrar framtíðar afgreiða ís ofan í borgarbúa Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. maí 2014 21:03 Oddvitinn tók sig vel út í búningnum. mynd/heiða kristín helgadóttir Frambjóðendur í fimm efstu sætum Bjartrar framtíðar í Reykjavík skófla nú ískúlum ofan í vöffluform og ílát borgarbúa í ísbúðinni Valdís. Vísir náði tali af Sigurði Birni Blöndal, oddvita listans. „Þetta er alveg hreint brjálað djobb, alveg vitlaust að gera,“ segir Sigurður og bætir því við að fólk bíði í röðum eftir ís en allir séu með bros á vör.“Elsa Yeoman, 2. sæti, og Sigurður Björn hafa nóg að gera.mynd/heiða kristín helgadóttirAðspurður hvernig það hafi komið til að frambjóðendurnir hafi ákveðið að afgreiða ís segir Sigurður hugmyndina hafa komið upp á einhverjum morgunfundinum. „Við erum alltaf að leita leiða til þess að kynna okkur þar sem við getum hitt fólk án þess að vera of uppáþrengjandi. Þá stakk einhver upp á því að við afgreiddum ís og gæfum öllum aukakúlu.“ Aukakúlan er að sögn Sigurðar „fjólublá bláberjakúla og alveg æðislega góð“ en það var Gylfi í Valdís sem bjó ísinn sérstaklega til fyrir uppákomuna. „Fólk er að fá sér alveg upp í fjórar kúlur, og þá er þetta yfirleitt síðasta kúlan.“ Sigurður segist vel geta hugsað sér að vinna í ísbúð, hvort sem hann verður borgarstjóri eða ekki, en hann hefur þó enga reynslu af því að afgreiða ís. Það hefur Eva Einarsdóttir, sem skipar fjórða sæti listans, hins vegar. „Hún vann í ísbúðinni í Kringlunni og var oftar en einu sinni starfsmaður mánaðarins. En við hin fáum mjög góða leiðsögn hjá starfsfólkinu. Svo góða að við hreinlega getum ekki gert mistök.“ Frambjóðendurnir ætla að standa vaktina í kvöld þar til ísinn klárast.Ilmur Kristjánsdóttir, 3. sæti (t.v.) og Eva Einarsdóttir, 4. sæti.mynd/heiða kristín helgadóttir Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Frambjóðendur í fimm efstu sætum Bjartrar framtíðar í Reykjavík skófla nú ískúlum ofan í vöffluform og ílát borgarbúa í ísbúðinni Valdís. Vísir náði tali af Sigurði Birni Blöndal, oddvita listans. „Þetta er alveg hreint brjálað djobb, alveg vitlaust að gera,“ segir Sigurður og bætir því við að fólk bíði í röðum eftir ís en allir séu með bros á vör.“Elsa Yeoman, 2. sæti, og Sigurður Björn hafa nóg að gera.mynd/heiða kristín helgadóttirAðspurður hvernig það hafi komið til að frambjóðendurnir hafi ákveðið að afgreiða ís segir Sigurður hugmyndina hafa komið upp á einhverjum morgunfundinum. „Við erum alltaf að leita leiða til þess að kynna okkur þar sem við getum hitt fólk án þess að vera of uppáþrengjandi. Þá stakk einhver upp á því að við afgreiddum ís og gæfum öllum aukakúlu.“ Aukakúlan er að sögn Sigurðar „fjólublá bláberjakúla og alveg æðislega góð“ en það var Gylfi í Valdís sem bjó ísinn sérstaklega til fyrir uppákomuna. „Fólk er að fá sér alveg upp í fjórar kúlur, og þá er þetta yfirleitt síðasta kúlan.“ Sigurður segist vel geta hugsað sér að vinna í ísbúð, hvort sem hann verður borgarstjóri eða ekki, en hann hefur þó enga reynslu af því að afgreiða ís. Það hefur Eva Einarsdóttir, sem skipar fjórða sæti listans, hins vegar. „Hún vann í ísbúðinni í Kringlunni og var oftar en einu sinni starfsmaður mánaðarins. En við hin fáum mjög góða leiðsögn hjá starfsfólkinu. Svo góða að við hreinlega getum ekki gert mistök.“ Frambjóðendurnir ætla að standa vaktina í kvöld þar til ísinn klárast.Ilmur Kristjánsdóttir, 3. sæti (t.v.) og Eva Einarsdóttir, 4. sæti.mynd/heiða kristín helgadóttir
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira