Fyrsta kvikmyndin í þríleiknum um Fantastic Beasts, sem saminn var upp úr sögunum um galdrastrákinn Harry Potter, er væntanleg í kvikmyndahús þann átjánda nóvember árið 2016, samkvæmt vef Variety.
Fyrsta myndin í þríleiknum heitir Fantastic Beasts and Where to Find Them og er samstarfsverkefni Warner Bros. og J.K. Rowling.
Þetta er í fyrsta sinn sem J.K. Rowling skrifar kvikmyndahandrit, en hún skrifaði áður bækurnar um galdrastrákinn.
Bókin verður hvorki framhald né undanfari sögunnar um Harry Potter. Söguheimurinn verður sá sami, en í þetta sinn verður aðalsöguhetjan Newt Scamander, og sagan hefst sjötíu árum áður en saga Potters hófst.
Fyrsta myndin í þríleiknum Fantastic Beasts væntanleg
