Réttur til mannréttinda Alma Rut Lindudóttir skrifar 13. maí 2014 12:43 Fyrir nokkrum árum síðan var ég að vinna á sólbaðsstofu sem var staðsett við Fógetagarðinn. Ég var einstæð móðir með tvo stráka á grunnskólaaldri. Staða mín var eins og margra annarra í þjóðfélaginu, dálítið erfið. Ég var með óhagstæð lán, íbúðarlánin mín hækkuðu upp úr öllu valdi og ofan á það komu framkvæmdir á blokkinni sem ég bjó í. Að auki var ég ekki fær um að vinna 100 prósent vinnu vegna veikinda. Á þessum tíma var fjárhagur minn ekki upp á sitt besta. Ég viðurkenni alveg að ég vældi yfir stöðu minni og lagðist í sjálfsvorkunn. En ég var móðir og þurfti að taka ábyrgð, ég þurfti að standa mig og gera það besta úr aðstæðunum fyrir mig og börnin mín. Fyrir utan vinnuna mína voru bekkir, á þeim sat fólk. Stundum nokkrar konur, en oftast voru fleiri karlmenn. Flestir í Fógetagarðinum voru komnir yfir þrítugt það kom þó nokkrum sinnum fyrir að þar voru einstaklingar alveg niður í 18 ára. Sama hvernig veðrið var þá var yfirleitt alltaf eitthvað líf í Fógetagarðinum, sérstaklega á sumrin, en þá var legið í sólbaði, drukkinn bjór og haft það notalegt. Veturnir voru verri þá var kalt, sumir klæddu sig í kraftgalla, á meðan aðrir reyndu að komast inn í skjól.Lærði mikið af fólkinu í fógetagarðinum Í fógetagarðinum sat fólk sem átti eftir að kenna mér svo mikið og þá aðallega að þakka fyrir það sem ég átti og hafði. Flestir af þessum einstaklingum höfðu farið aðra braut í lífinu heldur en ég, í flestum tilfellum var það ekki þeirra val heldur sjúkdómur sem stýrði því. Flestir drukku mikið áfengi, aðrir voru í harðari efnum og svo voru líka einstaklingar sem höfðu verið í neyslu, en voru orðnir edrú. Ég hlustaði á sögurnar þeirra. Margar skemmtilegar, aðrar sorglegar og nokkrar virkilega átakanlegar. Margir áttu sögu sem gerði það að verkum að þeir byrjuðu að drekka. Oft virðist það hafa gerst að átakanlegir hlutir leiddu fólkið út í neysluna til að byrja með og svo fór sjúkdómurinn að taka völdin. Eftir kynni mín af Fógetagarðinum og lífinu þar þá hætti ég að kvarta yfir mörgum hlutum, ég hætti að vorkenna sjálfri mér og þakkaði betur og meira fyrir það sem ég hafði. Þegar ég sá aðstæður einstaklinga sem höfðu ekki heimili eða rúm til þess að sofa í þá breyttist mitt hugafar mikið. Ég hugsaði um það hvernig lífið væri ef maður gæti ekki farið heim ef það væri ekkert heima því við vitum vel hversu mikils virði heimilið okkar er. Eftir þennan tíma í fógetagarðinum upplifði ég líka margt annað, ég sá hlutina öðruvísi en áður.Fólk í fyrsta sæti Við fæðumst inn í þennan heim, við vorum öll saklaus lítil börn sem lékum okkur, fórum í grunnskóla og fetuðum okkur út í lífið. Sennilega erum við þannig flest að við viljum láta koma fram við okkur af virðingu. Við höfum hvorki rétt til þess að dæma aðra, né til þess að horfa niður á fólk og sýna óvirðingu. Hvar sem þú ert í lífinu, á hvaða stað þú ert eða hvað sem þú ert að gera þá ertu ekki yfir neinn hafin. Hver einasta persóna hefur sinn rétt, rétt til þess að komið sé fram við hana af virðingu. Í fjögur ár hef ég lagt mikið í það að bæta aðbúnað þeirra sem hafa orðið utangarðs. Margir þeirra sátu í Fógetagarðinum um árin. Ég nota orðið utangarðs því þessir einstaklingar hafa ekki fengið og fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á að fá. Þjónusta við utangarðsfólk þarf að vera meiri og auka þarf úrræðum. Það er mikið af góðum úrræðum í boði en gríðarleg þörf á fleirum og fjölbreyttari. Mestu þörfina í dag tel ég vera úrræði fyrir einstaklinga sem koma úr meðferð og bíða eftir plássi á öðrum stöðum. Það er mikil þörf á fleiri félagslegum íbúðum og öðru heimili fyrir karlmenn með vímuefnavanda heimili eins og er í dag á Njálsgötu. Mín skoðun er sú að það á að setja fólk í fyrsta sæti og aðra hluti þar á eftir. Við þurfum að byrja á því að sporna við fátækt, það eiga allir að eiga sitt heimili og geta framfleytt sér og sínum. Við viljum betri borg fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var ég að vinna á sólbaðsstofu sem var staðsett við Fógetagarðinn. Ég var einstæð móðir með tvo stráka á grunnskólaaldri. Staða mín var eins og margra annarra í þjóðfélaginu, dálítið erfið. Ég var með óhagstæð lán, íbúðarlánin mín hækkuðu upp úr öllu valdi og ofan á það komu framkvæmdir á blokkinni sem ég bjó í. Að auki var ég ekki fær um að vinna 100 prósent vinnu vegna veikinda. Á þessum tíma var fjárhagur minn ekki upp á sitt besta. Ég viðurkenni alveg að ég vældi yfir stöðu minni og lagðist í sjálfsvorkunn. En ég var móðir og þurfti að taka ábyrgð, ég þurfti að standa mig og gera það besta úr aðstæðunum fyrir mig og börnin mín. Fyrir utan vinnuna mína voru bekkir, á þeim sat fólk. Stundum nokkrar konur, en oftast voru fleiri karlmenn. Flestir í Fógetagarðinum voru komnir yfir þrítugt það kom þó nokkrum sinnum fyrir að þar voru einstaklingar alveg niður í 18 ára. Sama hvernig veðrið var þá var yfirleitt alltaf eitthvað líf í Fógetagarðinum, sérstaklega á sumrin, en þá var legið í sólbaði, drukkinn bjór og haft það notalegt. Veturnir voru verri þá var kalt, sumir klæddu sig í kraftgalla, á meðan aðrir reyndu að komast inn í skjól.Lærði mikið af fólkinu í fógetagarðinum Í fógetagarðinum sat fólk sem átti eftir að kenna mér svo mikið og þá aðallega að þakka fyrir það sem ég átti og hafði. Flestir af þessum einstaklingum höfðu farið aðra braut í lífinu heldur en ég, í flestum tilfellum var það ekki þeirra val heldur sjúkdómur sem stýrði því. Flestir drukku mikið áfengi, aðrir voru í harðari efnum og svo voru líka einstaklingar sem höfðu verið í neyslu, en voru orðnir edrú. Ég hlustaði á sögurnar þeirra. Margar skemmtilegar, aðrar sorglegar og nokkrar virkilega átakanlegar. Margir áttu sögu sem gerði það að verkum að þeir byrjuðu að drekka. Oft virðist það hafa gerst að átakanlegir hlutir leiddu fólkið út í neysluna til að byrja með og svo fór sjúkdómurinn að taka völdin. Eftir kynni mín af Fógetagarðinum og lífinu þar þá hætti ég að kvarta yfir mörgum hlutum, ég hætti að vorkenna sjálfri mér og þakkaði betur og meira fyrir það sem ég hafði. Þegar ég sá aðstæður einstaklinga sem höfðu ekki heimili eða rúm til þess að sofa í þá breyttist mitt hugafar mikið. Ég hugsaði um það hvernig lífið væri ef maður gæti ekki farið heim ef það væri ekkert heima því við vitum vel hversu mikils virði heimilið okkar er. Eftir þennan tíma í fógetagarðinum upplifði ég líka margt annað, ég sá hlutina öðruvísi en áður.Fólk í fyrsta sæti Við fæðumst inn í þennan heim, við vorum öll saklaus lítil börn sem lékum okkur, fórum í grunnskóla og fetuðum okkur út í lífið. Sennilega erum við þannig flest að við viljum láta koma fram við okkur af virðingu. Við höfum hvorki rétt til þess að dæma aðra, né til þess að horfa niður á fólk og sýna óvirðingu. Hvar sem þú ert í lífinu, á hvaða stað þú ert eða hvað sem þú ert að gera þá ertu ekki yfir neinn hafin. Hver einasta persóna hefur sinn rétt, rétt til þess að komið sé fram við hana af virðingu. Í fjögur ár hef ég lagt mikið í það að bæta aðbúnað þeirra sem hafa orðið utangarðs. Margir þeirra sátu í Fógetagarðinum um árin. Ég nota orðið utangarðs því þessir einstaklingar hafa ekki fengið og fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á að fá. Þjónusta við utangarðsfólk þarf að vera meiri og auka þarf úrræðum. Það er mikið af góðum úrræðum í boði en gríðarleg þörf á fleirum og fjölbreyttari. Mestu þörfina í dag tel ég vera úrræði fyrir einstaklinga sem koma úr meðferð og bíða eftir plássi á öðrum stöðum. Það er mikil þörf á fleiri félagslegum íbúðum og öðru heimili fyrir karlmenn með vímuefnavanda heimili eins og er í dag á Njálsgötu. Mín skoðun er sú að það á að setja fólk í fyrsta sæti og aðra hluti þar á eftir. Við þurfum að byrja á því að sporna við fátækt, það eiga allir að eiga sitt heimili og geta framfleytt sér og sínum. Við viljum betri borg fyrir alla.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun