Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Haukar 27-20 | Haukar komust ekki í gegnum Heimaklett Henry Birgir Gunnarsson í Eyjum skrifar 13. maí 2014 12:03 Það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. ÍBV jafnaði einvígið gegn Haukum í kvöld í 2-2 og það verður því allt undir í oddaleik að Ásvöllum á fimmtudag. Vörn ÍBV í síðari hálfleik var hreint ótrúleg og Haukar áttu engin svör. Stemningin í íþróttahúsinu fyrir leik var með hreinum ólíkindum. Sturluð stemning og heyrðist vart í flautu dómaranna fyrir látum. Þessi mikla stemning virtist stressa leikmenn beggja liða upp og svo var auðvitað mikið undir. Varnarleikur beggja liða til mikillar fyrirmyndar en sóknarleikur ÍBV þó skárri. Það kom þó Haukum til bjargar að Morkunas var í banastuði í markinu og varði ellefu bolta. Hann var með 58 prósent markvörslu í hálfleiknum. ÍBV var að komast í færin en að skjóta afar illa. Adam fór mikinn í liði Hauka og hélt sóknarleik þeirra á floti lengi vel. Sigurbergur og Árni Steinn fundu sig ekki og þá sérstaklega Árni. Afar umdeilt atvik átti sér stað á 20. mínútu er Jón Þorbjörn Haukamaður fékk tveggja mínútna brottvísun. Harður dómur enda var Eyjamaðurinn Guðni Ingvarsson með leikaraskap. Jón brást illa við þessum leiktöktum og fór aðeins utan í Guðna. Dómararnir litu það einhverra hluta vegna mjög alvarlegum augum og gáfu Jóni beint rautt spjald. Fullkomlega galinn dómur. Eftir þetta atvik misstu dómararnir öll tök á leiknum og hver furðudómurinn rak annan. Þessir annars fínu dómarar - Gísli og Hafsteinn - réðu ekkert við verkefnið. Sóknarleikmenn liðanna voru heldur ekki beint í sínu besta formi og staðan í hálfleik 8-9 fyrir Hauka. Sjaldgæfar tölur í nútímahandbolta en varnarleikurinn frábær og kappið bar oft fegurðina ofurliði. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik með miklum látum. Stressið farið úr þeim, þeir nýttu stemninguna og keyrðu í andlitið á Haukunum. Áður en varði voru heimamenn komnir með tveggja marka forskoti, 13-11. Þá fóru þeir að missa menn af velli en gerðu vel í að halda frumkvæðinu samt. Morkunas var reyndar hættur að verja í Haukamarkinu og Eyjamenn gengu heldur betur á lagið. Þgar síðari hálfleikur var hálfnaður var munurinn kominn í fjögur mörk, 16-12. Patrekur tók þá leikhlé enda hans menn algjörlega út á túni. Það leikhlé skilaði nákvæmlega engu. Leikmenn hans fundu ekki neinar lausnir á vörn ÍBV og Patti fékk ekki heldur neina markvörslu. Eyjamenn keyrðu áfram á fullu gasi og Haukar gátu ekki annað en fylgst með veislunni. Frábær leikur þeirra og handboltaunnendur fá oddaleik. Gæti ekki verið betra. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á ótrúlega frammistöðu stuðningsmanna ÍBV. Þvílík og önnur eins stemning hefur vart sést í íþróttahúsi á Íslandi í mörg ár. Þetta fólk á mikið í þessum sigri í kvöld.Patrekur: Ég má ekki tjá mig um dómara "Ég vil þakka Eyjamönnum fyrir skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var góður en við vorum klaufar að nýta hraðaupphlaupin ekki betur. Svo missum við Jón Þorbjörn af velli fyrir gífurlega gróft brot samkvæmt dómurunum," sagði Patrekur en það leyndi sér ekki á andliti hans að hann var mjög óánægður með dóminn. "Ég má ekkert segja. Þú færð ekkert upp úr mér. Það má ekkert tjá sig um dómara og ég ætla ekki að gera það. Þið fjölmiðlamenn getið tjáð ykkur um þetta en ekki ég. Ég vil vera með á fimmtudag þannig að ég segi ekki meira," sagði Patrekur þegar gengið var á hann um frammistöðu dómaranna. Hann lét þó hafa eftir sér að honum þætti furðulegt að Eyjamaður hefði verið eftirlitsdómari þó svo hann hefði staðið sig ágætlega. Það var ekki bara Jón Þorbjörn sem Haukar misstu í leiknum því Sigurbergur fékk í hnéð og gat ekki spilað í síðari hálfleik. "Við vildum ekki taka sénsinn og hann treysti sér ekki heldur. Vonandi verður hann kominn í lag fyrir oddaleikinn. Adam leysti hann ágætlega af hólmi þó svo ákvarðanirnar hafi ekki alltaf verið góðar. ÍBV komst svo á siglingu og við áttum ekki svör. "Auðvitað vildi ég klára þetta í dag en það er annar leikur. Ég vil þakka þessu frábæra fólki sem kom til Eyja og studdi okkur. Við eigum flotta stuðningsmenn sem mæta ekki bara í úrslitakeppninni."Sindri: Flottasta stemning sem sést hefur á Íslandi "Þetta var geðveikt. Algjörlega geggjað. Ég vil meina að þetta sé flottasta stemning sem hefur sést á Íslandi. Lætin, stemningin og gleðin. Það skilaði sínu því við unnum þetta á geðveikinni eins og svo oft áður," sagði línumaður ÍBV, Sindri Haraldsson, og brosti hringinn. "Það var ekkert stress í okkur en gæinn í markinu hjá þeim datt í gang í fyrri hálfleik. Það tók okkur tíma að stilla af skotin," segir Sindri en hvað gerist hjá þeim í síðari hálfleik? "Þegar það er jafnt í liðum þá á enginn möguleika gegn okkur. Það var geggjuð vinnsla á okkur í vörninni og það gerir gæfumuninn í þessum leik. Kolbeinn datt líka í gang í markinu en það hefur aðeins vantað. Ef við fáum þessa auka fimm til sex bolta þá vinnum við alla leiki." Sindra sagðist ekki geta lagt mat á rauða spjaldið þar sem hann hefði ekki séð atvikið almennilega. Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. ÍBV jafnaði einvígið gegn Haukum í kvöld í 2-2 og það verður því allt undir í oddaleik að Ásvöllum á fimmtudag. Vörn ÍBV í síðari hálfleik var hreint ótrúleg og Haukar áttu engin svör. Stemningin í íþróttahúsinu fyrir leik var með hreinum ólíkindum. Sturluð stemning og heyrðist vart í flautu dómaranna fyrir látum. Þessi mikla stemning virtist stressa leikmenn beggja liða upp og svo var auðvitað mikið undir. Varnarleikur beggja liða til mikillar fyrirmyndar en sóknarleikur ÍBV þó skárri. Það kom þó Haukum til bjargar að Morkunas var í banastuði í markinu og varði ellefu bolta. Hann var með 58 prósent markvörslu í hálfleiknum. ÍBV var að komast í færin en að skjóta afar illa. Adam fór mikinn í liði Hauka og hélt sóknarleik þeirra á floti lengi vel. Sigurbergur og Árni Steinn fundu sig ekki og þá sérstaklega Árni. Afar umdeilt atvik átti sér stað á 20. mínútu er Jón Þorbjörn Haukamaður fékk tveggja mínútna brottvísun. Harður dómur enda var Eyjamaðurinn Guðni Ingvarsson með leikaraskap. Jón brást illa við þessum leiktöktum og fór aðeins utan í Guðna. Dómararnir litu það einhverra hluta vegna mjög alvarlegum augum og gáfu Jóni beint rautt spjald. Fullkomlega galinn dómur. Eftir þetta atvik misstu dómararnir öll tök á leiknum og hver furðudómurinn rak annan. Þessir annars fínu dómarar - Gísli og Hafsteinn - réðu ekkert við verkefnið. Sóknarleikmenn liðanna voru heldur ekki beint í sínu besta formi og staðan í hálfleik 8-9 fyrir Hauka. Sjaldgæfar tölur í nútímahandbolta en varnarleikurinn frábær og kappið bar oft fegurðina ofurliði. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik með miklum látum. Stressið farið úr þeim, þeir nýttu stemninguna og keyrðu í andlitið á Haukunum. Áður en varði voru heimamenn komnir með tveggja marka forskoti, 13-11. Þá fóru þeir að missa menn af velli en gerðu vel í að halda frumkvæðinu samt. Morkunas var reyndar hættur að verja í Haukamarkinu og Eyjamenn gengu heldur betur á lagið. Þgar síðari hálfleikur var hálfnaður var munurinn kominn í fjögur mörk, 16-12. Patrekur tók þá leikhlé enda hans menn algjörlega út á túni. Það leikhlé skilaði nákvæmlega engu. Leikmenn hans fundu ekki neinar lausnir á vörn ÍBV og Patti fékk ekki heldur neina markvörslu. Eyjamenn keyrðu áfram á fullu gasi og Haukar gátu ekki annað en fylgst með veislunni. Frábær leikur þeirra og handboltaunnendur fá oddaleik. Gæti ekki verið betra. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á ótrúlega frammistöðu stuðningsmanna ÍBV. Þvílík og önnur eins stemning hefur vart sést í íþróttahúsi á Íslandi í mörg ár. Þetta fólk á mikið í þessum sigri í kvöld.Patrekur: Ég má ekki tjá mig um dómara "Ég vil þakka Eyjamönnum fyrir skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var góður en við vorum klaufar að nýta hraðaupphlaupin ekki betur. Svo missum við Jón Þorbjörn af velli fyrir gífurlega gróft brot samkvæmt dómurunum," sagði Patrekur en það leyndi sér ekki á andliti hans að hann var mjög óánægður með dóminn. "Ég má ekkert segja. Þú færð ekkert upp úr mér. Það má ekkert tjá sig um dómara og ég ætla ekki að gera það. Þið fjölmiðlamenn getið tjáð ykkur um þetta en ekki ég. Ég vil vera með á fimmtudag þannig að ég segi ekki meira," sagði Patrekur þegar gengið var á hann um frammistöðu dómaranna. Hann lét þó hafa eftir sér að honum þætti furðulegt að Eyjamaður hefði verið eftirlitsdómari þó svo hann hefði staðið sig ágætlega. Það var ekki bara Jón Þorbjörn sem Haukar misstu í leiknum því Sigurbergur fékk í hnéð og gat ekki spilað í síðari hálfleik. "Við vildum ekki taka sénsinn og hann treysti sér ekki heldur. Vonandi verður hann kominn í lag fyrir oddaleikinn. Adam leysti hann ágætlega af hólmi þó svo ákvarðanirnar hafi ekki alltaf verið góðar. ÍBV komst svo á siglingu og við áttum ekki svör. "Auðvitað vildi ég klára þetta í dag en það er annar leikur. Ég vil þakka þessu frábæra fólki sem kom til Eyja og studdi okkur. Við eigum flotta stuðningsmenn sem mæta ekki bara í úrslitakeppninni."Sindri: Flottasta stemning sem sést hefur á Íslandi "Þetta var geðveikt. Algjörlega geggjað. Ég vil meina að þetta sé flottasta stemning sem hefur sést á Íslandi. Lætin, stemningin og gleðin. Það skilaði sínu því við unnum þetta á geðveikinni eins og svo oft áður," sagði línumaður ÍBV, Sindri Haraldsson, og brosti hringinn. "Það var ekkert stress í okkur en gæinn í markinu hjá þeim datt í gang í fyrri hálfleik. Það tók okkur tíma að stilla af skotin," segir Sindri en hvað gerist hjá þeim í síðari hálfleik? "Þegar það er jafnt í liðum þá á enginn möguleika gegn okkur. Það var geggjuð vinnsla á okkur í vörninni og það gerir gæfumuninn í þessum leik. Kolbeinn datt líka í gang í markinu en það hefur aðeins vantað. Ef við fáum þessa auka fimm til sex bolta þá vinnum við alla leiki." Sindra sagðist ekki geta lagt mat á rauða spjaldið þar sem hann hefði ekki séð atvikið almennilega.
Olís-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira