Jón Arnór og Sigmundur töfruðu fram atkvæði Framsóknarflokksins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 14:47 Sigmundur og Jón Arnór voru flottir saman. Vísir/Aðsent Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32