„Hér er á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi" Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2014 23:24 Hjálmar Hjálmarsson. Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira