„Hér er á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi" Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2014 23:24 Hjálmar Hjálmarsson. Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Bragi Mikaelsson, umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, krafðist þess á fundi kjörstjórnar bæjarins að hann myndi fá afhent meðmælalista annarra framboða í bæjarfélagi. Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson hjá Næstbesta flokknum í Kópavogi hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi beiðni Braga og fordæma þau hana. Fram kemur í yfirlýsingunni að beiðnin sé þess eðlis að verið sé að lýsa yfir vantrausti á störf kjörstjórnar í Kópavogi. „Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni sem má lesa hér að neðan:Yfirlýsing frá umboðsmönnum Næstbestaflokksins í Kópavogi.Á fundi kjörstjórnar Kópavogs í dag óskaði umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson eftir því að fá afhenta meðmælendalista annarra framboða í Kópavogi. Engar skýringar eða röksemdir fylgdu þessari beiðni umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins.Umboðsmenn Næstbestaflokksins hafna því að kjörstjórn Kópavogs afhendi Sjálfstæðisflokknum þau til skoðunar. Undirrituð líta á meðmælandalista okkar sem eign framboðs Næstbestaflokksins til tímabundnar notkunar fyrir kjörstjórn á meðan yfirferð gagna stendur yfir. Kjörstjórn Kópavogs hefur nú yfirfarið meðmælendalista Næstbestaflokksins og úrskurðað framboðið hæft. Umboðsmenn Næstbestaflokksins óska eftir því að fá afhent frumrit af meðmælendalistum okkar framboðs þegar kjörstjórn hefur lokið notkun þeirra og að rafrænum gögnum þar að lútandi verði eytt sömuleiðis. Við treystum kjörstjórn til að halda trúnað varðandi upplýsingar sem í þessum gögnum kunna að finnast.Beiðni Braga Michaelssonar, umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins er í hæsta máta óeðlileg að okkar mati. Í fyrsta lagi lýsir hún miklu vantrausti á störf kjörstjórnar Kópavogs og gefur í skyn að stjórnarmenn kjörstjórnar séu ekki starfi sínu vaxnir. Í öðru lagi leyfum við að efast um að tilgangur beiðnar Braga Michaelssonar sé ærlegur heldur séu hér á ferðinni gamaldags aðferðir í anda austurþýzku leyniþjónustunnar Stasi, til þess að stunda persónunjósnir um kjósendur í Kópavogi. Í þriðja lagi er nánast einsdæmi í seinni tíð að stjórnmálaflokkar óski eftir að fá að sjá meðmælendalista frá öðrum framboðum. Það er hluti af hinni gömlu og úreltu pólitík sem við héldum að væri liðin undir lok. En hún virðist lifa góðu lífi innan fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þessa dagana.Það er mikilvægur réttur okkar að geta stutt við hvaða framboð sem við viljum með undirskrift á meðmælendalista og þannig stuðlað að lýðræðislegri þáttöku í stjórnmálum. Þeir meðmælendur sem skrifuðu undir stuðning við framboð okkar gerðu það í þeirri góður trú að trúnaður væri virtur. Við álítum að umræddir meðmælendalistar eigi að vera milli hvers framboðs fyrir sig og kjörstjórnar og hvað á þeim stendur komi hvorki Braga Michaelssyni né Sjálfstæðisflokknum við.Ásdís Helga Jóhannesdóttir og Hjálmar Hjálmarsson, umboðsmenn framboðslista Næstbestaflokksins í Kópavogi.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira