Hver er þessi Zak Cummings? Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. maí 2014 21:45 Zak Cummings er næsti andstæðingur Gunnars Nelson. Vísir/Getty Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira
Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05