Mikill fjöldi styður bloggara í baráttu við eiginkonu bæjarstjóra Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 11:12 Styrmir Barkarson. Vísir/GVA „Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
„Það er frábært að fólk sýni því stuðning sem maður er að gera, en það er kannski svolítið lýsandi fyrir stöðu mála í Reykjanesbæ að fólk þurfi að stofna stuðningssíðu á netinu fyrir mann sem reynir að halda uppi málefnalegri gagnrýni,“ segir Styrmir Barkarson, bloggari frá Reykjanesbæ. Stofnuð hefur verið Facebook-síða til stuðnings Styrmi, eftir ritdeilu hans við eiginkonu bæjarstjóra.Eiginkonan brást ókvæða viðÁ bloggsíðu sinni gagnrýnir Styrmir stjórnarhætti í Reykjanesbæ og hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki orðið undan í þeirri gagnrýni. Eiginkona Árna, Bryndís Guðmundsdóttir brást ókvæða við og tók sig til og skrifaði grein í Víkurfréttir um skrif bloggarans. Bryndís sagði blogg Styrmis dæmi um „ógeðfelldar aðferðir eineltis.“ Hún kallaði Styrmi net-tröll og sagði Styrmi blogga um Árna á vinnutíma, en Styrmir er kennari í Reykjanesbæ. Stuðningssíðan kom upp í kjölfar þessarar ritdeilu. En Styrmir segist einnig hafa heyrt gagnrýni koma annarsstaðar frá, en eftir skrif Bryndísar hafi gagnrýnin aukist. „Já, ég hef heyrt það að sumir hafi miklar skoðanir á mér og því sem ég skrifa. En þær skoðanir byggjast eiginlega mest á því að þeim finnist ég vera hálfviti. Ég hef ekki enn heyrt neina málefnalega gagnrýni. En grein Bryndísar kom mér á óvart. Ég þekki hana ekki nema af góðu.“ Bryndís starfar við skólann sem Styrmir kennir við. „Já hún er talmeinafræðingur og kemur oft til okkar.“Bara fyrirsláttur Styrmi finnst leiðinlegt að hann sé sakaður um að sinna ekki vinnu sinni sem skyldi. „Hún fullyrti að ég væri að blogga í vinnunni og þar af leiðandi ekki að sinna vinnu minni. Ég skila mínum tímum og vel það. Ég er vakinn og sofinn yfir velferð nemenda minna. Ég sést yfirleitt ekki inni á kaffistofunni. Að tala um að ég sé ekki að sinna mínu hlutverki er bara fyrirsláttur.“ Styrmir segist samt tilbúinn að umfjöllunarefni sín á blogginu á málefnalegum nótum. „Já, ég er sko ekkert heilagur eða óskeikull. Ef ég skrifa eitthvað sem er ekki rétt er ég algjörlega tilbúinn að leiðrétta það. En sú umræða þarf að vera á hærra plani en að kalla mig net-tröll eða níðpenna. Ég er enginn pólitíkus og ég er bara almennur borgari og skrifa bara um það sem ég sé. Ég tala við fólkið í bænum og les mig til. Ég Vil ekki fara með fleipur.“ Hann segir að vissulega verði Árni bæjarstjóri fyrir gagnrýni. „Ég ræðst ekki á persónu hans og kalla hann ekki illum nöfnum. En óneitanlega verður hann fyrir gagnrýni. Hann er oddvitinn, bæjarstjórinn og honum er hampað í kosningabaráttunni.“ Árni hefur neitað að tjá sig um ritdeiluna, eins og DV hefur sagt frá.Vinsæl stuðningssíða Þegar þessi orð eru skrifuð hafa 806 manns „líkað við“ stuðningssíðuna, sem ber titilinn Við styðjum Styrmi Barkarson. Mikill fjöldi hefur skrifað inn á síðuna og þakkað Styrmi fyrir að halda uppi gagnrýni á bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Athygli vekur að fleiri hafa „líkað við“ stuðningssíðu Styrmis en við Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. „Persóna mín er ekki ástæðan fyrir því, það er alveg ljóst. Ég er ekkert vinsælli en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Þetta snýst bara um málsstaðinn. Fólk er fylgjandi tjáningarfrelsi, að allir hafi rétt á að segja sína skoðun og halda uppi málefnalegri gagnrýni. Um það snýst málið,“ útskýrir Styrmir.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira