Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið, en aðstoðarmaður hans, Jóhannes Þór Skúlason, sagði að Sigmundur hefði ekki áhuga á að tjá sig um málið, það væri undir oddvitanum komið að svara fyrir þessi ummæli.
Ummæli Sveinbjargar Birnu hafa vakið mikla athygli undanfarna daga en Sveinbjörg sagði að hún teldi að afturkalla ætti úthlutun lóðar til byggingar mosku í Sogamýri í Reykjavík. Hún sagði að á meðan þjóðkirkja væri á Íslandi væri ekki rétt að byggja hér moskur.
Hreiðar Eiríksson skipaði fimmta sæti listans, en sagði hann sig frá listanum vegna ummæla Sveinbjargar.