Hvers vegna stjórnmálaflokkur? Gísli Halldór Halldórsson skrifar 22. maí 2014 17:03 Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Halldór Halldórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun