Erkifjendur mætast á UFC 173 Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2014 07:30 Renan Barao fagnar sigri á Urijah Faber. Vísir/Getty Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur. UFC 173 er stjörnum prýtt bardagakvöld en bardagarnir fara fram í Las Vegas næstkomandi laugardagskvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 aðfaranótt sunnudags.Dana White, forseti UFC, hefur lofsungið Renan Barao gríðarlega á undanförnum mánuðum og telur hann vera einn besta bardagamann heims, pund fyrir pund, um þessar mundir. Þeir Barao og Dillashaw æfa báðir með tveimur af stærstu bardagaliðum heims, Nova União í Brasilíu (Barao) og Team Alpha Male í Bandaríkjunum (Dillashaw). Það er kannski kaldhæðnislegt að kalla þetta stór bardagalið þar sem liðin sérhæfa sig í léttari þyngdarflokkunum. Þessi lið hafa oft barist um titlana en þetta verður fimmti titilbardaginn milli klúbbanna. Í öllum fjórum bardögunum hefur Nova União haft betur. Fyrsti titilbardaginn milli klúbbanna fór fram í WEC í apríl 2010. WEC var í eigu ZUFFA (eigendur UFC) og sameinaðist UFC árið 2010. Þar börðust þeir Urijah Faber (Team Alpha Male) og Jose Aldo (Nova União) um fjaðurvigtarbelti WEC. Aldo fór með sannfærandi sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun. Í janúar 2012 mættust liðin á UFC 142. Þar rotaði Jose Aldo (Nova União) Chad Mendes (Team Alpha Male) með vel tímasettu hnésparki og varði fjaðurvigtartitil sinn. Mendes fær annað tækifæri á fjaðurvigtarbeltinu þegar þeir mætast á UFC 176 í ágúst. Í júlí sama ár mættust þeir Renan Barao (Nova União) og Urijah Faber (Team Alpha Male). Barao kom inn í bardagann með skömmum fyrirvara þar sem upphaflega átti Faber að berjast við Dominick Cruz um bantamvigtarbeltið. Vegna meiðsla Cruz kom Barao í hans stað og sigraði Faber örugglega eftir dómaraákvörðun. Fjórði titilbardaginn milli liðanna fór fram fyrr á þessu ári þegar Urijah Faber fékk aftur tækifæri á að berjast við Barao um bantamvigtartitilinn. Barao sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en að margra mati var bardaginn stöðvaður of fljótt. Engu að síður enn eitt tap Team Alpha Male gegn Nova União þegar mest liggur undir. Margir gera ráð fyrir að Barao sigri Dillashaw en sá síðarnefndi hefur tekið gríðarlegum framförum á stuttum tíma. Þrátt fyrir þessi töp Team Alpha Male er þetta eitt fremsta bardagalið heims og því skal enginn afskrifa TJ Dillashaw á laugardaginn. Í íþrótt þar sem eitt augnablik getur breytt öllu er aldrei hægt að afskrifa hæfileikaríkan bardagamann líkt og Dillashaw. Nær Team Alpha Male loksins að sigra Nova União í titilbardaga?Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport. 21. maí 2014 22:15