Arnar Helgi Lárusson setti í gær þrjú ný Íslandsmet í hjólastólaakstri á móti í Sviss.
Hann keppti í 100m, 200m og 800 metra sprettum og setti ný met í þeim öllum.
Arnar, sem hefur verið ytra við æfingar og keppni nánast allan maímánuð, á aðeins eina keppni eftir en það er sjálft maraþonið næsta sunnudag.
Íslandsmetin sem Arnar Helgi setti í gær:
100m - 18,65 sek. (bætti tímann frá helginni úr 19,86 sek.)
200m - 33,35 sek. (bætti tímann frá helginni úr 34,55 sek.)
800m - 2:26,34 mín. (bætti tímann frá helginni úr 2.39,40 mín.)
Þrjú Íslandsmet hjá Arnari Helga
Tómas Þór Þórðarson skrifar
