Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ þarf aðhald Einar Karl Birgisson skrifar 30. maí 2014 17:13 Í Garðabæ þarf að gera betur, hér er þó margt vel gert. Í áratugi hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Garðabæ. Eftir því sem ég veit best hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei þurft að taka tillit til annars stjórnmálaafls við þá stjórn sína. Slíkt er engum hollt jafnvel þó hann hafi staðið sig vel. Að ríkja einn í áratugi eru ekki ákjósanlegustu aðstæður til að þroska lýðræðisvitundina. Ákall er um að stjórnmálaflokkarnir endurmeti gildi sín og styrki lýðræðisvitund sína, sérstaklega eftir efnahugshrunið. Hefur það gerst hjá sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ? Gerðist það við uppstillinguna í vor þegar ekki var lengur óskað eftir reynsluboltunum sem best höfðu staðið sig í prófkjörum? Það er mitt mat að það sé kominn tími á breytt vinnubrögð. Það gerist ekki nema kjósendur séu reiðbúnir til að breyta til. Framsókn í Garðabæ er borgaralegt afl sem stendur fyrir ábyrgri fjárhagsstjórn sem vill halda þeirri braut í fjármálum sem hér hefur verið mörkuð. Við viljum standa fyrir lýðræðisleg vinnubrögð og taka tillit til þess að meirihluti Garðbæinga eru aðfluttir, fólk sem hingað hefur leitað vegna góðra skóla, þjónustu og hógværa álagna. Við viljum ljúka sameiningaverkefninu áður en ráðist verður í nýjar stórar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Við viljum færa útsvarsprósentuna aftur niður í það sem var fyrir efnahagshrunið. Þetta er hægt, sveitarfélagið stendur vel og því teljum við þetta mögulegt. Okkar listi endurspeglar breiða skírskotun Garðbæinga í sameinuðu sveitarfélagi sem getur sótt í reynslubrunn fyrri bæjarfulltrúa flokksins. Gerum áfram vel það sem vel er gert en bætum það betur má fara. Það ert þú sem ræður á laugardaginn. Með því að kjósa Framsókn kallar þú eftir breyttum áherslum í vinnubrögðum við stjórn bæjarins. Því hvet ég þig til að setja x við B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í Garðabæ þarf að gera betur, hér er þó margt vel gert. Í áratugi hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Garðabæ. Eftir því sem ég veit best hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei þurft að taka tillit til annars stjórnmálaafls við þá stjórn sína. Slíkt er engum hollt jafnvel þó hann hafi staðið sig vel. Að ríkja einn í áratugi eru ekki ákjósanlegustu aðstæður til að þroska lýðræðisvitundina. Ákall er um að stjórnmálaflokkarnir endurmeti gildi sín og styrki lýðræðisvitund sína, sérstaklega eftir efnahugshrunið. Hefur það gerst hjá sjálfstæðisflokknum í Garðabæ ? Gerðist það við uppstillinguna í vor þegar ekki var lengur óskað eftir reynsluboltunum sem best höfðu staðið sig í prófkjörum? Það er mitt mat að það sé kominn tími á breytt vinnubrögð. Það gerist ekki nema kjósendur séu reiðbúnir til að breyta til. Framsókn í Garðabæ er borgaralegt afl sem stendur fyrir ábyrgri fjárhagsstjórn sem vill halda þeirri braut í fjármálum sem hér hefur verið mörkuð. Við viljum standa fyrir lýðræðisleg vinnubrögð og taka tillit til þess að meirihluti Garðbæinga eru aðfluttir, fólk sem hingað hefur leitað vegna góðra skóla, þjónustu og hógværa álagna. Við viljum ljúka sameiningaverkefninu áður en ráðist verður í nýjar stórar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Við viljum færa útsvarsprósentuna aftur niður í það sem var fyrir efnahagshrunið. Þetta er hægt, sveitarfélagið stendur vel og því teljum við þetta mögulegt. Okkar listi endurspeglar breiða skírskotun Garðbæinga í sameinuðu sveitarfélagi sem getur sótt í reynslubrunn fyrri bæjarfulltrúa flokksins. Gerum áfram vel það sem vel er gert en bætum það betur má fara. Það ert þú sem ræður á laugardaginn. Með því að kjósa Framsókn kallar þú eftir breyttum áherslum í vinnubrögðum við stjórn bæjarins. Því hvet ég þig til að setja x við B.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar