Enn skorar Viðar | 15 ára táningur tryggði meisturunum sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2014 15:18 Viðar hefur verið óstöðvandi það sem af er tímabili. Heimasíða Vålerenga Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að fara á kostum í norsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði tvö mörk þegar Vålerenga vann öruggan heimasigur á Aalesund í dag. Rakarasonurinn frá Selfossi kom heimamönnum yfir á 18. mínútu og hann tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Daniel Fredheim Holm bætti svo þriðja markinu við á 40. mínútu og þar við sat. Lokatölur 3-0, Vålerenga í vil. Viðar, sem lék sinn fyrsta landsleik á dögunum, hefur nú skorað 13 mörk í tólf leikjum í deildinni, en hann er langmarkahæsti maður hennar. Þess má geta að gamla brýnið Frode Johnsen skoraði 16 mörk þegar hann varð markakóngur deildarinnar í fyrra. Sveitungi Viðars, Jón Daði Böðvarsson, var einnig á skotskónum í dag, en hann skoraði mark Viking í 1-1 jafntefli gegn Sarpsborg 08 á útivelli. Jón Daði kom Viking yfir í upphafi seinni hálfleiks, en Daninn Steffen Ernemann jafnaði metin á 61. mínútu. Auk Jóns Daða voru þeir Sverrir Ingi Ingason, Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson í byrjunarliði Viking í dag. Jón Daði og Björn Daníel voru teknir af velli í seinni hálfleik.Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Sarpsborg og lék fyrstu 85 mínútur leiksins. Þórarinn Ingi Valdimarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Þá unnu ríkjandi meistarar Strømsgodset Haugesund á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu.Alexander Stølås kom gestunum yfir á 8. mínútu en Iver Fossum jafnaði leikinn á þeirri 33. Það var síðan Martin Ødegaard, 15 ára strákur, sem skoraði sigurmark meistaranna á 69. mínútu. Fimm leikir til viðbótar fara fram seinna í dag. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að fara á kostum í norsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði tvö mörk þegar Vålerenga vann öruggan heimasigur á Aalesund í dag. Rakarasonurinn frá Selfossi kom heimamönnum yfir á 18. mínútu og hann tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu. Daniel Fredheim Holm bætti svo þriðja markinu við á 40. mínútu og þar við sat. Lokatölur 3-0, Vålerenga í vil. Viðar, sem lék sinn fyrsta landsleik á dögunum, hefur nú skorað 13 mörk í tólf leikjum í deildinni, en hann er langmarkahæsti maður hennar. Þess má geta að gamla brýnið Frode Johnsen skoraði 16 mörk þegar hann varð markakóngur deildarinnar í fyrra. Sveitungi Viðars, Jón Daði Böðvarsson, var einnig á skotskónum í dag, en hann skoraði mark Viking í 1-1 jafntefli gegn Sarpsborg 08 á útivelli. Jón Daði kom Viking yfir í upphafi seinni hálfleiks, en Daninn Steffen Ernemann jafnaði metin á 61. mínútu. Auk Jóns Daða voru þeir Sverrir Ingi Ingason, Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Steinþór Freyr Þorsteinsson í byrjunarliði Viking í dag. Jón Daði og Björn Daníel voru teknir af velli í seinni hálfleik.Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Sarpsborg og lék fyrstu 85 mínútur leiksins. Þórarinn Ingi Valdimarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Þá unnu ríkjandi meistarar Strømsgodset Haugesund á heimavelli með tveimur mörkum gegn einu.Alexander Stølås kom gestunum yfir á 8. mínútu en Iver Fossum jafnaði leikinn á þeirri 33. Það var síðan Martin Ødegaard, 15 ára strákur, sem skoraði sigurmark meistaranna á 69. mínútu. Fimm leikir til viðbótar fara fram seinna í dag.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira