Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. júní 2014 22:45 Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira
Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Sjá meira