Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar 18. júní 2014 17:12 Kári Kristján Kristjánsson. vísir/vilhelm Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. Kári taldi sig hafa náð samkomulagi um samning við félagið en skilningur handknattleiksdeildar ÍBV er allt annar eins og fram kemur í yfirlýsingunni að neðan. Þar segir enn fremur að ásakanir Kára í viðtalinu í Fréttablaðinu séu ekki á rökum reistar og honum ósæmandi.Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. Kári taldi sig hafa náð samkomulagi um samning við félagið en skilningur handknattleiksdeildar ÍBV er allt annar eins og fram kemur í yfirlýsingunni að neðan. Þar segir enn fremur að ásakanir Kára í viðtalinu í Fréttablaðinu séu ekki á rökum reistar og honum ósæmandi.Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍBV ÍþróttafélagsÁ vefmiðlinum visi.is er viðtal við Kára Kristján Kristjánsson, handknattleiksmann og fyrrum leikmann með ÍBV Íþróttafélagi. Í viðtalinu kemur fram hörð gagnrýni á handknattleiksdeildina og er ÍBV m.a. sakað af Kára að stinga hann í bakið og standa ekki við gerða samninga. Fram kemur hjá Kára að viðræður hafi hafist í byrjun maí og að sæst hafi verið á tölur og að hann hafi talið málið í höfn. Handknattleiksdeild ÍBV Íþróttafélags vill því gera grein fyrir málinu frá sinni hendi.Viðræður ÍBV og Kára Kristjáns hófust þann 30. apríl sl. ÍBV taldi Kára, og telur hann enn vera mjög góðan leikmann, og gerði honum því gott tilboð að okkar mati. Kári svaraði því samdægurs og hafnaði því með þeim orðum að menn væru á sitthvorri ströndinni og að annað félag á Íslandi væri í sambandi við hann sem væri að tala allt annað tungumál en við.Í framhaldi af því óskaði ÍBV eftir tilboði frá Kára og sendi hann á okkur sínar hugmyndir þann 2. maí sl. Við höfnuðum þeim hugmyndum daginn eftir og óskuðum honum alls hins besta.Þann 7. maí hafði hljóðið aðeins breyst hjá Kára og sendum við honum því annað tilboð um leið og ítrekað var að ekki yrði farið hærra í fjárhæðum, við réðum einfaldlega ekki við það. Því tilboði var ekki tekið og voru síðustu samskipti Kára og ÍBV vegna þessara samningsumleitana þann 8. maí sl. Þar sem enn bar nokkuð á milli og ekkert heyrðist í Kára í rúmar fimm vikur, þó svo að við fréttum af honum á Eyjunni Fögru á þessum tíma, gerðum við ráð fyrir að hann væri einfaldlega að ræða við önnur lið eins og hann tók fram að hefðu verið í sambandi við sig. Þannig ganga þessi mál fyrir sig hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við brugðust við því með því að leita annað enda annað ekki í boði að okkar mati.Við hörmum þær ásakanir sem beinast að handknattleiksdeild ÍBV. Þær eru á engum rökum reistar og honum ósæmilegar, enda komum við fram við Kára af fullum heilindum. Við höfðum bara ekki það fjármagn sem til þurfti. Kára óskum við alls hins besta og velfarnaðar í framtíðinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00