Allir leikirnir á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem hefst á morgun í Brasilíu, verða sýndir í beinni útsendingu í Bíó Paradís á Hverfisgötu en mótið stendur til 13. júlí.
Leikirnir verða allir sýndir í sal 1, sem tekur 205 manns í sæti og býður upp á bestu mögulegu hljóð- og myndgæði. Aðgangur er ókeypis á alla leikina.
Ókeypis Wi-fi-tenging er fyrir gesti bíóhússins og verða úrval veitinga til sölu sem má taka með sér inn í salinn.
Viðburðurinn á Facebook.
Boltinn í beinni í Bíó Paradís

Tengdar fréttir

Fylgstu með þessum á HM
Fagrir á velli.