Í annarri auglýsingunni þráir stúlka ekkert heitar en að byrja á blæðingum og lýgur að móður sinni að hún sé byrjuð. Móðir hennar ákveður í kjölfarið að halda fyrir hana tíðarteiti (þó hún viti að hún sé að ljúga að sér).
Í ljósi þess að þetta var auglýsing mætti draga þá ályktun að enginn haldi raunverulega tíðarteiti en svo er víst alls ekki því þetta er að verða einhver tíska í Bandaríkjunum.

Matseðilinn gæti því verið: rauð flaueliskaka, jarðaber, rautt hlaup, mexíkósk súpa og kannski sykurpúðar sem eru hálfhjúpaðir rauðu hjúpsúkkulaði. Reyndar er hægt að setja rauðan matarlit út í flestan ljósan mat og lita hann þannig eftir þemanu. Trönuberjasafi í sódavatni væri svo kjörinn til að skola þessu öllu saman niður, nú eða jarðaberjamjólk.
Auðvitað verður slíkt teiti einnig að innihalda einhverja þematengda leiki, líkt og að hengja skreytta túrtappa í teiknað leg. Hér fær ímyndunaraflið lausan tauminn og í raun endalaust af leikjum sem hægt er að búa til í tengslum við þetta þema.
Það er komin tími að hafa svolítið gaman af breytingunum sem fylgja kynþroskaskeiðinu.
Til upprifjunar um hvað í raun tíðar séu má renna yfir þessa samantekt.
Ef þú vilt kynna þér blæðingar í fræðilegu samhengi þá getur þú lesið um áhrif fyrirtíðarspennu á líðan kvenna, eða stöðu tíðarblóðs í vestrænum heimi, eða viðhorf hjúkrunarfræðinema til tíðablæðinga.
Ef þér þykir svona teiti of framúrstefnulegt þá mættir þú í það minnsta hlýða á ljóðið í eftirfarandi myndbandi og breiða út boðskapinn að tíðir séu ekki feimnismál.