Lögregla byrjar í dag rannsókn á eldsupptökum í rústum húsanna, sem brunnu í Skeifunni í Reykjavík í fyrrakvöld.
Ekki var viðlit að hefja rannsókn í gær, vegna hita í rústunum. Ekkert er því enn vitað um eldsukpptök nema hvað allt bendir til að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu Fönn.
Nú er búið að þrengja hættusvæðið umhverfis brunastaðinn og voru tvær götur í grenndinni opnaðar í gær, en sú þriðja er enn lokuð.
Rannsókn eldsupptaka að hefjast
Gissur Sigurðsson skrifar
