Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 10:16 Fólk virðir brunann fyrir sér í Skeifunni í gærkvöldi. Vísir/Andri Marinó Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. „Þetta er alþekkt um allan heim, við yrðum eiginlega hissa ef þetta gerðist ekki,“ útskýrir varðstjórinn í samtali við Vísi. Ólafur segir að mannmergðin í Skeifunni hafi í raun ekki truflað slökkvistarf. „Þegar fólk safnast saman í kringum bruna getur það haft áhrif, til dæmis þegar verið er að ferja tæki á staðinn. En í gær höfðu áhorfendur ekki teljandi áhrif á starfið. Það var allavega ekki stóra atriðið í þessu.“ Ólafur segir samt að slökkviliðið óski þess að fólk fari að fyrirmælum og virði það þegar beðið sé um að halda sig í fjarlægð. „Í gær reyndum við að koma skilaboðum á framfæri að fólk færi ekki nálægt brunanum. Það urðu sprengingar í einu húsinu og síðan er efnalaug þarna. Við svoleiðis aðstæður brenna óþekkt efni og maður þarf að hafa varann á,“ segir hann.Vísir/Andri MarinóÞrátt fyrir þau skilaboð slökkviliðsins og lögreglunnar var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Skeifuna. Lögregla er ekki með tölu á hve margir fylgdust með brunanum og störfum slökkviliðsins. „Þetta voru einhver hundruð manns. Það var alveg ofboðslega mikið af fólki,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Sem betur fer fengum við nú aðstoð frá Securitas og björgunarsveitunum. Það var ómetanlegt hjá þeim.“ Í fyrstu var svæðið sem lokað var ekki stórt en fljótlega var það þó víkkað út. Þá vildu margir hverjir þó ekki færa sig í fyrstu. „Við færðum lokanir okkar út og lokuðum stærra svæði. Þá þurftum við að ýta aðeins við fólki. Það var ekki alveg tilbúið að bakka og vildi vera sem næst þessu,“ segir Jóhann.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Íbúar loki gluggum og kyndi íbúðir Íbúum í nágrenni við Skeifuna er bent á að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni. 6. júlí 2014 23:50 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Brunabótamat Skeifunnar 11 rúmlega 1,8 milljarðar Skemmdirnar á húsnæðinu eru mismiklar en ólíklegt verður að teljast að einhver hluti þess hafi sloppið alfarið við tjón. 7. júlí 2014 09:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. „Þetta er alþekkt um allan heim, við yrðum eiginlega hissa ef þetta gerðist ekki,“ útskýrir varðstjórinn í samtali við Vísi. Ólafur segir að mannmergðin í Skeifunni hafi í raun ekki truflað slökkvistarf. „Þegar fólk safnast saman í kringum bruna getur það haft áhrif, til dæmis þegar verið er að ferja tæki á staðinn. En í gær höfðu áhorfendur ekki teljandi áhrif á starfið. Það var allavega ekki stóra atriðið í þessu.“ Ólafur segir samt að slökkviliðið óski þess að fólk fari að fyrirmælum og virði það þegar beðið sé um að halda sig í fjarlægð. „Í gær reyndum við að koma skilaboðum á framfæri að fólk færi ekki nálægt brunanum. Það urðu sprengingar í einu húsinu og síðan er efnalaug þarna. Við svoleiðis aðstæður brenna óþekkt efni og maður þarf að hafa varann á,“ segir hann.Vísir/Andri MarinóÞrátt fyrir þau skilaboð slökkviliðsins og lögreglunnar var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Skeifuna. Lögregla er ekki með tölu á hve margir fylgdust með brunanum og störfum slökkviliðsins. „Þetta voru einhver hundruð manns. Það var alveg ofboðslega mikið af fólki,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Sem betur fer fengum við nú aðstoð frá Securitas og björgunarsveitunum. Það var ómetanlegt hjá þeim.“ Í fyrstu var svæðið sem lokað var ekki stórt en fljótlega var það þó víkkað út. Þá vildu margir hverjir þó ekki færa sig í fyrstu. „Við færðum lokanir okkar út og lokuðum stærra svæði. Þá þurftum við að ýta aðeins við fólki. Það var ekki alveg tilbúið að bakka og vildi vera sem næst þessu,“ segir Jóhann.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Íbúar loki gluggum og kyndi íbúðir Íbúum í nágrenni við Skeifuna er bent á að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni. 6. júlí 2014 23:50 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Brunabótamat Skeifunnar 11 rúmlega 1,8 milljarðar Skemmdirnar á húsnæðinu eru mismiklar en ólíklegt verður að teljast að einhver hluti þess hafi sloppið alfarið við tjón. 7. júlí 2014 09:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00
Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01
Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49
Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11
Íbúar loki gluggum og kyndi íbúðir Íbúum í nágrenni við Skeifuna er bent á að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni. 6. júlí 2014 23:50
Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34
Brunabótamat Skeifunnar 11 rúmlega 1,8 milljarðar Skemmdirnar á húsnæðinu eru mismiklar en ólíklegt verður að teljast að einhver hluti þess hafi sloppið alfarið við tjón. 7. júlí 2014 09:41