Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 16:01 Af landsmóti Hestamanna á Hellu. „Samkvæmt opinberum gögnum er stór hluti íslenskra hesta, sem kemur fram í keppni og sýningum á Íslandi, meiddur í lok leiks annað hvort í munni eða fótum nema hvort tveggja sé. Þetta er staðreynd, lesandi góður.“ Svona hefur Magnús Lárusson hestafræðingur pistil sinn um meiðsli hesta á Landsmóti hestamanna á liðnum árum en tilefni pistilsins er mótið sem nú stendur yfir á Hellu þessa dagana. Pistillinn ber yfirskriftina: Um meidd, afneitun, réttlætingu og hagsmunagæslu og fjallar um það sem Magnús kallar „meidda birtingarmynd íslenskra hestamennsku“ en pistillinn hefur fengið töluverða athygli frá því að hann birtist í gær. Mikið hefur verið rætt meðal hestamanna um svokallaða tunguboga í beislum þegar stangamel eru notuð og hvort þeir valdi meiðslum í munnum hrossa eða ekki. „Undangengin Landsmót hafa verið mikil hátíð meidda með samþykki að því virðist allra ábyrgðar aðila,“ segir Magnús í þessu samhengi. Hann segir máli sínu til stuðnings að til að mynda hafi þurft að bíða með verðlaunaafhendingu í sumum greinum um nokkra stund þar til tókst að stöðva blæðingar í munni hrossa. Einnig hafi stór hluti úrslitahrossa í tölti á síðasta landsmóti verið ótæk til keppni og sýninga vegna munnmeidda fyrir úrslitin. „En kepptu samt því „the show must go on“ og er annað dæmi um réttlætingu okkar hestamanna,“ eins og Magnús kemst að orði.Magnús Lárusson, hestafræðingurKjálkabein hesta er umlukið beinhimnu sem er afar tilfinningarík og þar ofan á er aðeins þunn slímhúð. Þetta svæði er því mjög viðkvæmt fyrir þrýstingi og leiðir viðvarandi þrýstingur fljótt til bólgu og særinda. Hætta er á að beinhnútar myndist á kjálkabeininu og þar með varanlegur skaði og í versta falli geta særindi á þessu svæði opnað leið fyrir beinsýkingu. Út frá sjónarmiði dýravelferðar er því afar brýnt að fyrirbyggja áverka af þessu tagi. Notkun á mélum með tunguboga og þá sérstaklega stangamélum sem þannig eru gerð, setur mikinn þrýsting á þetta svæði því tungan sem alla jafna dempar þrýstinginn nær þá ekki að virka sem slík og þrýstingurinn fer beint niður á beinið.Bogarnir stríða gegn dýravelferð Á opnum fundi um velferð íslenska hestsins í apríl á þessu ári kom fram í máli Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis að notkun stangaméla með tunguboga í keppni væri andstæð nýjum lögum um dýravelferð, en þau tóku gildi um síðustu áramót. Stangamél með tunguboga reyndust auka hættuna á áverkum á kjálkabeini 75-falt miðað við önnur mél. Notkun þessara méla í keppni fellur þar með undir 17. grein laganna sem kveður á um „markvissa meðferð sem veldur hrossum skaða” sem er óheimil skv. 17. grein laganna er fram kemur í tilkynningu Landsambands hestamannafélaga um málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, sem starfar á Landsmóti Hestamanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæma hafi þurft einhver hross úr leik vegna þessa að þau gengu ekki heil til skógar. Hún staðfesti einnig að stangamel með tunguboga séu í notkun meðal kynbótahesta á mótinu og að ummerkin sjáist á sumum hrossanna.Þarf hugarfarsbreytingu meðal hestamanna Magnús Lárusson segir í samtali við Vísi að nauðsynin fyrir notkun þessara méla sé útskýrð á þann hátt að einkunnir fyrir hæfileika lækki annars. „Réttlæting er af sama meiði og afneitun – vondur er raunveruleikinn bæði til áhorfs og afspurnar.“ Hann segir verðlaunasæti í keppni eða „annar bravör fyrir frammistöðu“ vera helsta hvata fólks til að standa sig á hestbaki auk fjárhagslegs ávinnings ræktenda, þjálfara og eiganda hesta. „Dómarar, dómskalar og almennt viðhorf mótar það sem talið er þess virði að verðlauna,“ bætir hann við og ef það virkar „þá hlýtur það að vera rétt og eftirsóknarvert sama hvernig það er fengið og framkallað.“ Magnús segir að þó að bann við slíkum tungubogum væri auðvitað mikil bragarbót þá væri það skammgóður vermir; það þurfi skýrari stefnu og markvissari eftirfylgni í þessum málum til að hægt sé að ná varanlegum lausnum. Hugarfar hestamanna þurfi einnig að taka stakkaskiptum. „Við hestamenn verðum að spyrja okkur: „Er það ásættanlegt að hestur sé meiddur í leik sem hann er ekkert spurður um hvort hann vilji taka þátt í?“ Það er þetta viðhorf, að það sé lagi að hesturinn sé meiddur og sár, sem mér þykir ekki í lagi,“ segir Magnús og spyr hvenær hlutfallið verður nógu hátt til þess að gripið verði í taumana. „Eru það 90 prósent? Eða þurfa 95 prósenta hesta að vera meiddir áður en við segjum hingað og ekki lengra?“ Hestar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira
„Samkvæmt opinberum gögnum er stór hluti íslenskra hesta, sem kemur fram í keppni og sýningum á Íslandi, meiddur í lok leiks annað hvort í munni eða fótum nema hvort tveggja sé. Þetta er staðreynd, lesandi góður.“ Svona hefur Magnús Lárusson hestafræðingur pistil sinn um meiðsli hesta á Landsmóti hestamanna á liðnum árum en tilefni pistilsins er mótið sem nú stendur yfir á Hellu þessa dagana. Pistillinn ber yfirskriftina: Um meidd, afneitun, réttlætingu og hagsmunagæslu og fjallar um það sem Magnús kallar „meidda birtingarmynd íslenskra hestamennsku“ en pistillinn hefur fengið töluverða athygli frá því að hann birtist í gær. Mikið hefur verið rætt meðal hestamanna um svokallaða tunguboga í beislum þegar stangamel eru notuð og hvort þeir valdi meiðslum í munnum hrossa eða ekki. „Undangengin Landsmót hafa verið mikil hátíð meidda með samþykki að því virðist allra ábyrgðar aðila,“ segir Magnús í þessu samhengi. Hann segir máli sínu til stuðnings að til að mynda hafi þurft að bíða með verðlaunaafhendingu í sumum greinum um nokkra stund þar til tókst að stöðva blæðingar í munni hrossa. Einnig hafi stór hluti úrslitahrossa í tölti á síðasta landsmóti verið ótæk til keppni og sýninga vegna munnmeidda fyrir úrslitin. „En kepptu samt því „the show must go on“ og er annað dæmi um réttlætingu okkar hestamanna,“ eins og Magnús kemst að orði.Magnús Lárusson, hestafræðingurKjálkabein hesta er umlukið beinhimnu sem er afar tilfinningarík og þar ofan á er aðeins þunn slímhúð. Þetta svæði er því mjög viðkvæmt fyrir þrýstingi og leiðir viðvarandi þrýstingur fljótt til bólgu og særinda. Hætta er á að beinhnútar myndist á kjálkabeininu og þar með varanlegur skaði og í versta falli geta særindi á þessu svæði opnað leið fyrir beinsýkingu. Út frá sjónarmiði dýravelferðar er því afar brýnt að fyrirbyggja áverka af þessu tagi. Notkun á mélum með tunguboga og þá sérstaklega stangamélum sem þannig eru gerð, setur mikinn þrýsting á þetta svæði því tungan sem alla jafna dempar þrýstinginn nær þá ekki að virka sem slík og þrýstingurinn fer beint niður á beinið.Bogarnir stríða gegn dýravelferð Á opnum fundi um velferð íslenska hestsins í apríl á þessu ári kom fram í máli Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis að notkun stangaméla með tunguboga í keppni væri andstæð nýjum lögum um dýravelferð, en þau tóku gildi um síðustu áramót. Stangamél með tunguboga reyndust auka hættuna á áverkum á kjálkabeini 75-falt miðað við önnur mél. Notkun þessara méla í keppni fellur þar með undir 17. grein laganna sem kveður á um „markvissa meðferð sem veldur hrossum skaða” sem er óheimil skv. 17. grein laganna er fram kemur í tilkynningu Landsambands hestamannafélaga um málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, sem starfar á Landsmóti Hestamanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæma hafi þurft einhver hross úr leik vegna þessa að þau gengu ekki heil til skógar. Hún staðfesti einnig að stangamel með tunguboga séu í notkun meðal kynbótahesta á mótinu og að ummerkin sjáist á sumum hrossanna.Þarf hugarfarsbreytingu meðal hestamanna Magnús Lárusson segir í samtali við Vísi að nauðsynin fyrir notkun þessara méla sé útskýrð á þann hátt að einkunnir fyrir hæfileika lækki annars. „Réttlæting er af sama meiði og afneitun – vondur er raunveruleikinn bæði til áhorfs og afspurnar.“ Hann segir verðlaunasæti í keppni eða „annar bravör fyrir frammistöðu“ vera helsta hvata fólks til að standa sig á hestbaki auk fjárhagslegs ávinnings ræktenda, þjálfara og eiganda hesta. „Dómarar, dómskalar og almennt viðhorf mótar það sem talið er þess virði að verðlauna,“ bætir hann við og ef það virkar „þá hlýtur það að vera rétt og eftirsóknarvert sama hvernig það er fengið og framkallað.“ Magnús segir að þó að bann við slíkum tungubogum væri auðvitað mikil bragarbót þá væri það skammgóður vermir; það þurfi skýrari stefnu og markvissari eftirfylgni í þessum málum til að hægt sé að ná varanlegum lausnum. Hugarfar hestamanna þurfi einnig að taka stakkaskiptum. „Við hestamenn verðum að spyrja okkur: „Er það ásættanlegt að hestur sé meiddur í leik sem hann er ekkert spurður um hvort hann vilji taka þátt í?“ Það er þetta viðhorf, að það sé lagi að hesturinn sé meiddur og sár, sem mér þykir ekki í lagi,“ segir Magnús og spyr hvenær hlutfallið verður nógu hátt til þess að gripið verði í taumana. „Eru það 90 prósent? Eða þurfa 95 prósenta hesta að vera meiddir áður en við segjum hingað og ekki lengra?“
Hestar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira