Nýr lágpunktur í íslenskri stjórnmálaumræðu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. júlí 2014 20:00 VISIR/DANÍEL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, kom víða við í stefnuræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins nú síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina hafa náð ótrúlegum árangri og þorað að takast á við stóru málin. „Það var ótrúlegt að heyra viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þessu eftir allt saman. Ég hefði ekki trúað því að þau myndu greiða atkvæði gegn þessu. Sama fólk og var algjörlega mótfallið því að skattlegja fjármálafyrirtækja og færa niður skuldir heimilanna en vildi skattleggja heimilin og greiða niður skuldir fallinna fjármálafyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að skuldastaða Íslands verði sú besta í Evrópu árið 2020 og að íslenska hagkerfið verði það heilbrigðasta í Evrópu. Þá vék hann orðum að hugsanlegri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands en hann sagði umræðuna á köflum vera fáránlega. „Ég bara spyr. Hverjir eru gamaldags og afturhaldssamir. Þeir sem vilja fylgja þróun í því að búa til og verja heilnæma og góða matvöru. Eða þeir sem vilja allt slíkt lönd og leið og telja það raunar bara einangrunarhyggju að leyfa sér að halda því fram að það eigi ekki að flytja inn eins mikið sterakjöt og menn vilja.“ Þá gagnrýndi hann harðlega þá umræðu sem kom upp í kjölfar ummæla oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík þess efnis að afturkalla ætti úthlutun á lóð til Félags múslima á Íslandi. Flokkurinn hafi verið kenndur við popúlisma og kynþáttahyggju. „Að menn skuli nýta sér slíkt mál, í pólitískum tilgangi til að koma höggi á andstæðinga, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira