Gífurlegt mannfall á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 20:42 Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé. Gasa Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé.
Gasa Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira