Vopnhléi lýkur: Ísraelar lofa umfangsmiklum hernaðaraðgerðum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. júlí 2014 09:44 Hernaðaraðgerðir eru hafnar að nýju. Vísir/AP Ísraelski herinn tilkynnti í morgun að hernaðaraðgerðir á Gaza-svæðinu myndu hefjast á ný eftir að viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn. Tilkynning yfirvalda í Ísrael er afdráttarlaus og lofar umfangsmiklum aðgerðum með loftárásum og fjölgun hermanna á jörðu niðri. Hamas þvertók fyrir að samþykkja tillögur um vopnahlé. Um tuttugu eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael. Ísraelskur hermaður lést í nótt og annar særðist. Þar með hafa fjörutíu og þrír Ísraelsmann fallið í átökunum sem hófust með loftárásum Ísraelshers áttunda júlí síðastliðinn. Vel yfir þúsund Palestínuenn hafa fallið á Gaza, þar af þrír í nótt, og á sjötta þúsund særst.Ísraelski kommúnistaflokkurinn mótmælti hernaðaraðgerðum í gær. Þessi mynd er tekin í borginni Tel Aviv.Vísir/APStjórnvöld í Ísrael fullyrtu í gær að vilji væri til að framlengja tímabundið vopnahlé en það gátu Hamas-liðar ekki samþykkt. Aðeins væri hægt að samþykkja slíkt tilboð ef yfirvöld í Ísrael draga hermenn sína til baka og segið skilið við Gasa. Talsmaður ríkisstjórnar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði á samskiptamiðlinum Twitter í nótt að Hamas hafi með ákvörðun sinni hafnað vopnahléi á grundvelli mannúðarsjónarmiðar og að samtökin bæru alfarið ábyrgð á áframhaldandi átökum og blóðsúthellingum. Fulltrúi Hamas ítrekaði um hæl að skilmálar Ísrael fryrir vopnahléi væru óásættanleg. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim til Washington í gær eftir langar og árangurslausar viðræður í Kaíró. Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðru samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.Hernaðaraðgerðum var mótmælt víða um heim í gær. Þessi mynd var tekin í París, þar sem drengur særðist í mótmælunum.Vísir/AFP Gasa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Ísraelski herinn tilkynnti í morgun að hernaðaraðgerðir á Gaza-svæðinu myndu hefjast á ný eftir að viðræður um vopnahlé runnu út í sandinn. Tilkynning yfirvalda í Ísrael er afdráttarlaus og lofar umfangsmiklum aðgerðum með loftárásum og fjölgun hermanna á jörðu niðri. Hamas þvertók fyrir að samþykkja tillögur um vopnahlé. Um tuttugu eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael. Ísraelskur hermaður lést í nótt og annar særðist. Þar með hafa fjörutíu og þrír Ísraelsmann fallið í átökunum sem hófust með loftárásum Ísraelshers áttunda júlí síðastliðinn. Vel yfir þúsund Palestínuenn hafa fallið á Gaza, þar af þrír í nótt, og á sjötta þúsund særst.Ísraelski kommúnistaflokkurinn mótmælti hernaðaraðgerðum í gær. Þessi mynd er tekin í borginni Tel Aviv.Vísir/APStjórnvöld í Ísrael fullyrtu í gær að vilji væri til að framlengja tímabundið vopnahlé en það gátu Hamas-liðar ekki samþykkt. Aðeins væri hægt að samþykkja slíkt tilboð ef yfirvöld í Ísrael draga hermenn sína til baka og segið skilið við Gasa. Talsmaður ríkisstjórnar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði á samskiptamiðlinum Twitter í nótt að Hamas hafi með ákvörðun sinni hafnað vopnahléi á grundvelli mannúðarsjónarmiðar og að samtökin bæru alfarið ábyrgð á áframhaldandi átökum og blóðsúthellingum. Fulltrúi Hamas ítrekaði um hæl að skilmálar Ísrael fryrir vopnahléi væru óásættanleg. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim til Washington í gær eftir langar og árangurslausar viðræður í Kaíró. Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðru samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.Hernaðaraðgerðum var mótmælt víða um heim í gær. Þessi mynd var tekin í París, þar sem drengur særðist í mótmælunum.Vísir/AFP
Gasa Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira