Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2014 14:15 Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig. Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel. Gasa Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel.
Gasa Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira