Næst keppi ég við einn af þeim bestu Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar 21. júlí 2014 08:30 Vísir/Getty „Ég gerði ein mistök og hann nýtti sér þau. Gunnar er mjög góður. Hann er afar klókur og auðmjúkur sigurvegari,“ sagði Zak Cummings eftir að hafa tapað fyrir Gunnari Nelson á UFC-kvöldi í Dublin. Eftir rólega fyrstu lotu keyrði Gunnar upp hraðann í næstu lotu, náði Cummings í gólfið og kláraði hann fljótt. Ótrúlegur bardagi og er Gunnar nú búinn að keppa fjórtán sinnum í MMA án þess að tapa. Hann gerði jafntefli í fyrsta bardaga sínum árið 2007 en síðan hefur hann pakkað andstæðingum sínum saman. „Ég vissi að þetta væri reyndur glímumaður og það sýndi sig. Hann vissi vel hvað hann var að gera og varðist vel. Hann hélt mér frá sér og það tók mig tíma að lesa í hann. Ég pressaði hann meira í annarri lotu og þá kom þetta. Það hefði verið gott að klára fljótt en það sem er mikilvægara er að klára bardaga örugglega. Ég passa upp á að fara ekki of geyst,“ segir Gunnar en það sá ekki á honum eftir bardagann. Stemningin í 02 Arena var hreint rosaleg á kvöldinu og vanir menn sögðust aldrei hafa komið í aðra eins stemningu. Er Conor McGregor vann lokabardagann sturlaðist allt og menn fleygðu bjórglösunum upp í loft. Það flugu hundruð lítra af bjór út um allt. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Lætin og orkan í áhorfendum var ótrúleg. Þetta var alveg fáránlegt. Ég tek venjulega ekki of mikið eftir áhorfendum en þetta var eins og á risastórum fótboltavelli þar sem allt var truflað,“ segir Gunnar en mest mældist hávaðinn 111 desibel en á rokktónleikar ku það vera 110 desibel. Þetta var alvöru. Írarnir gjörsamlega elska Gunnar og hann fékk frábæran stuðning úr stúkunni. „Ég hef verið svo mikið hérna að það er fullt af fólki hér sem taldi mig vera írskan en ég veit ekki hvort það er þannig enn í dag,“ segir Gunnar og glottir. Nú spyrja menn hvað bíði Gunnars næst. Hann vill fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu í sínum flokki en forseti UFC, Dana White, segist vilja bíða aðeins með Gunnar. „Hann sagðist ekki vera hlynntur því að rífa svona unga menn strax upp. Mér finnst þetta hafa verið nógu hægt og ég held að næsti bardagi verði gegn einum af fimm bestu. Ég held að það sé ekki spurning og ég hugsa að Dana verði við bón minni.“ Gunnar og þrír Írar sem börðust á laugardag eru undir handleiðslu þjálfarans John Kavanagh og allir strákarnir hans unnu. Gunnar ber Kavanagh afar vel söguna. „Ég hef aldrei farið í eins góðar æfingabúðir og fyrir þennan bardaga. John er þjálfarinn. Ég hef alltaf vitað það og núna vita fleiri það. Hann er snillingur og klár í að vinna með ólíkum mönnum. Hann á mikið í mér og ég tók mikið frá honum,“ sagði Gunnar sáttur um þjálfarann sinn. MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu | Myndband Gunnar Nelson hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu. 19. júlí 2014 22:05 Þjálfari Gunnars: Frábærar æfingabúðir á Íslandi Þjálfari Gunnars Nelson er Írinn John Kavanagh en hann þjálfar einnig Conor McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins í Dublin. 19. júlí 2014 16:30 Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur. 19. júlí 2014 12:15 Gunnar fékk tæpar sex milljónir í bónus Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu peningaverðlaun í kvöld fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. 19. júlí 2014 22:24 Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu Enn ósigraður í MMA eftir glæsilegan sigur á Bandaríkjamanninum í Dyflinni í kvöld. 19. júlí 2014 00:01 Forseti UFC vill að Gunnar fari sér hægt Dana White, forseti UFC, sagði fyrir helgi að hann væri ekki viss um hvort það væri kominn tími á að Gunnar Nelson myndi berjast við menn á topp tíu í sínum þyngdarflokki. 19. júlí 2014 22:42 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
„Ég gerði ein mistök og hann nýtti sér þau. Gunnar er mjög góður. Hann er afar klókur og auðmjúkur sigurvegari,“ sagði Zak Cummings eftir að hafa tapað fyrir Gunnari Nelson á UFC-kvöldi í Dublin. Eftir rólega fyrstu lotu keyrði Gunnar upp hraðann í næstu lotu, náði Cummings í gólfið og kláraði hann fljótt. Ótrúlegur bardagi og er Gunnar nú búinn að keppa fjórtán sinnum í MMA án þess að tapa. Hann gerði jafntefli í fyrsta bardaga sínum árið 2007 en síðan hefur hann pakkað andstæðingum sínum saman. „Ég vissi að þetta væri reyndur glímumaður og það sýndi sig. Hann vissi vel hvað hann var að gera og varðist vel. Hann hélt mér frá sér og það tók mig tíma að lesa í hann. Ég pressaði hann meira í annarri lotu og þá kom þetta. Það hefði verið gott að klára fljótt en það sem er mikilvægara er að klára bardaga örugglega. Ég passa upp á að fara ekki of geyst,“ segir Gunnar en það sá ekki á honum eftir bardagann. Stemningin í 02 Arena var hreint rosaleg á kvöldinu og vanir menn sögðust aldrei hafa komið í aðra eins stemningu. Er Conor McGregor vann lokabardagann sturlaðist allt og menn fleygðu bjórglösunum upp í loft. Það flugu hundruð lítra af bjór út um allt. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Lætin og orkan í áhorfendum var ótrúleg. Þetta var alveg fáránlegt. Ég tek venjulega ekki of mikið eftir áhorfendum en þetta var eins og á risastórum fótboltavelli þar sem allt var truflað,“ segir Gunnar en mest mældist hávaðinn 111 desibel en á rokktónleikar ku það vera 110 desibel. Þetta var alvöru. Írarnir gjörsamlega elska Gunnar og hann fékk frábæran stuðning úr stúkunni. „Ég hef verið svo mikið hérna að það er fullt af fólki hér sem taldi mig vera írskan en ég veit ekki hvort það er þannig enn í dag,“ segir Gunnar og glottir. Nú spyrja menn hvað bíði Gunnars næst. Hann vill fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu í sínum flokki en forseti UFC, Dana White, segist vilja bíða aðeins með Gunnar. „Hann sagðist ekki vera hlynntur því að rífa svona unga menn strax upp. Mér finnst þetta hafa verið nógu hægt og ég held að næsti bardagi verði gegn einum af fimm bestu. Ég held að það sé ekki spurning og ég hugsa að Dana verði við bón minni.“ Gunnar og þrír Írar sem börðust á laugardag eru undir handleiðslu þjálfarans John Kavanagh og allir strákarnir hans unnu. Gunnar ber Kavanagh afar vel söguna. „Ég hef aldrei farið í eins góðar æfingabúðir og fyrir þennan bardaga. John er þjálfarinn. Ég hef alltaf vitað það og núna vita fleiri það. Hann er snillingur og klár í að vinna með ólíkum mönnum. Hann á mikið í mér og ég tók mikið frá honum,“ sagði Gunnar sáttur um þjálfarann sinn.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu | Myndband Gunnar Nelson hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu. 19. júlí 2014 22:05 Þjálfari Gunnars: Frábærar æfingabúðir á Íslandi Þjálfari Gunnars Nelson er Írinn John Kavanagh en hann þjálfar einnig Conor McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins í Dublin. 19. júlí 2014 16:30 Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur. 19. júlí 2014 12:15 Gunnar fékk tæpar sex milljónir í bónus Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu peningaverðlaun í kvöld fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. 19. júlí 2014 22:24 Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu Enn ósigraður í MMA eftir glæsilegan sigur á Bandaríkjamanninum í Dyflinni í kvöld. 19. júlí 2014 00:01 Forseti UFC vill að Gunnar fari sér hægt Dana White, forseti UFC, sagði fyrir helgi að hann væri ekki viss um hvort það væri kominn tími á að Gunnar Nelson myndi berjast við menn á topp tíu í sínum þyngdarflokki. 19. júlí 2014 22:42 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu | Myndband Gunnar Nelson hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu. 19. júlí 2014 22:05
Þjálfari Gunnars: Frábærar æfingabúðir á Íslandi Þjálfari Gunnars Nelson er Írinn John Kavanagh en hann þjálfar einnig Conor McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins í Dublin. 19. júlí 2014 16:30
Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur. 19. júlí 2014 12:15
Gunnar fékk tæpar sex milljónir í bónus Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu peningaverðlaun í kvöld fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. 19. júlí 2014 22:24
Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu Enn ósigraður í MMA eftir glæsilegan sigur á Bandaríkjamanninum í Dyflinni í kvöld. 19. júlí 2014 00:01
Forseti UFC vill að Gunnar fari sér hægt Dana White, forseti UFC, sagði fyrir helgi að hann væri ekki viss um hvort það væri kominn tími á að Gunnar Nelson myndi berjast við menn á topp tíu í sínum þyngdarflokki. 19. júlí 2014 22:42