Frábært snertimark í fyrsta leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 15:45 Ryan Nassib hleður í eina langa. vísir/getty Undirbúningstímabilið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst formlega um næstu helgi, en venju samkvæmt fór fyrsti leikurinn fram í Ohio á sunnudaginn eftir inntöku 2014-árgangsins inn í frægðarhöllina. Að þessu sinni mættust New York Giants og Buffalo Bills í þessum fyrsta leik hvers tímabils, og hafði mikið breytt New York-lið sigur á annars nokkuð spennandi Buffalo-liði, 17-13.Eli Manning, leikstjórnandi Giants, spilaði fyrstu mínúturnar og kláraði sex sendingar af sjö áður en boltinn var sleginn úr höndum hans af varnarmanni Bills. Þar með lauk þátttöku Eli í leiknum. Bills komst yfir, 13-10, með fallegri fimmtán kerfa sókn fyrir allan völlinn í öðrum leikhluta og vallarmarki í þeim þriðja, en það var nýliðinn CoreyWashington, útherji sem kom frá Newberry-háskólanum í nýliðavalinu, sem tryggði New York sigurinn þegar 13 mínútur voru til leiksloka.Ryan Nassib, varaleikstjórnandi Giants sem það fékk í nýliðavalinu í fyrra, kastaði boltanum 73 jarda eða 66 metra og Washington greip hann glæsilega fyrir ofan höfuðið á varnarmanni Bills, sneri sér við og hljóp með boltann í endamarkið.Hér má sjá þetta glæsilega snertimark, en þetta var eina sendingin sem Washington greip í leiknum. NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Undirbúningstímabilið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst formlega um næstu helgi, en venju samkvæmt fór fyrsti leikurinn fram í Ohio á sunnudaginn eftir inntöku 2014-árgangsins inn í frægðarhöllina. Að þessu sinni mættust New York Giants og Buffalo Bills í þessum fyrsta leik hvers tímabils, og hafði mikið breytt New York-lið sigur á annars nokkuð spennandi Buffalo-liði, 17-13.Eli Manning, leikstjórnandi Giants, spilaði fyrstu mínúturnar og kláraði sex sendingar af sjö áður en boltinn var sleginn úr höndum hans af varnarmanni Bills. Þar með lauk þátttöku Eli í leiknum. Bills komst yfir, 13-10, með fallegri fimmtán kerfa sókn fyrir allan völlinn í öðrum leikhluta og vallarmarki í þeim þriðja, en það var nýliðinn CoreyWashington, útherji sem kom frá Newberry-háskólanum í nýliðavalinu, sem tryggði New York sigurinn þegar 13 mínútur voru til leiksloka.Ryan Nassib, varaleikstjórnandi Giants sem það fékk í nýliðavalinu í fyrra, kastaði boltanum 73 jarda eða 66 metra og Washington greip hann glæsilega fyrir ofan höfuðið á varnarmanni Bills, sneri sér við og hljóp með boltann í endamarkið.Hér má sjá þetta glæsilega snertimark, en þetta var eina sendingin sem Washington greip í leiknum.
NFL Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira