Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar verða meðal keppenda á Evrópumeistaramóti í 50 metralaug sem er haldið í Berlín.
Þær hafa báðar æft stíft í sumar hér heima fyrir þetta mót en báðar stunda nám í Bandaríkjunum. Ferðast þær til Berlín á föstudaginn ásamt þjálfara sínum, Klaus Ohk.
Þær eru bjartsýnar enda hefur undirbúningur gengið vel í sumar og hafa þær unnið til verðlauna á mótum í Þýskalandi í sumar.
Mótið sem er hápunktur sundgreina í Evrópu hófst í dag með víðavatnssundi en sund og dýfingar hefjast mánudaginn 18 ágúst.
Hrafnhildur og Ingibjörg meðal keppenda á EM í Berlín
Kristinn Páll Teitsson skrifar
