Lífið

"Hann var skærasta stjarnan á vetrarbraut grínsins í næstum því fjörutíu ár“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Grínleikarinn Billy Crystal flutti hjartnæma ræðu um leikarann Robin Williams heitinn á Emmy-verðlaunahátíðinni í Nokia Theatre í Los Angeles í nótt.

Áður en Billy hóf mál sitt söng tónlistarkonan Sara Bareilles lagið Smile og þá var listamanna minnst sem höfðu látist síðan Emmy-verðlaunin voru haldin síðast, þar á meðal Philip Seymour Hoffman, Paul Walker og Shirley Temple.

„Hann lét okkur hlæja, mikið, í hvert sinn sem maður sá hann,“ voru upphafsorð í ræðu Billys. Þá minntist hann þess þegar þeir tveir, ásamt Whoopi Goldberg, fóru á hafnaboltaleik og Robin bjó til nýjan karakter, rússneskan hafnaboltaleikmann.

„Hann gat verið fyndinn alls staðar. Við vorum svo nánir vinir.“

Billy átti erfitt með að minnast vinar síns á hátíðinni.

„Það er svo erfitt að tala um hann í fortíð því hann var svo áberandi í lífi okkar allra. Hann var skærasta stjarnan á vetrarbraut grínsins í næstum því fjörutíu ár.“

Ræðuna má horfa á hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.