UFC Fight Night í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 22:15 Henderson og dos Anjos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara. MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara.
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira