Vigdís vill hækka VSK á ferðaþjónustuna Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2014 13:42 Vigdís Hauksdóttir Vísir/GVA Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir bráðnauðsynlegt að útrýma undanþágum í virðisaukakerfinu og vill hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Hins vegar eigi ekki að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Í drögum að fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra er gert ráð fyrir töluverðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Í dag eru tvö þrep í virðisaukaskatti 24,5 prósent og 7 prósent. Lang flestar vörur og þjónusta heyra undir hærra skattþrepið en matvara, bækur, tímarit, afnotagjöld að fjölmiðlum, sala á orku, gisting og fleira heyra undir lægra þrepið og þá er ýmislegt undanþegið virðisaukaskatti. Fjármálaráðherra hefur sagst vilja einfalda kerfið, með lækkun efra þrepsins, hækkun neðra þrepsins og fækkun undanþága. Það myndi þýða að skattur á matvöru myndi hækka. Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins lýsti andstöðu sinni við það í fréttum Bylgjunnar í gær að virðisaukaskattur á matvæli yrði hækkaður. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar tekur undir þetta og segir Framsóknarmenn standa vörð um matarskatt í lægra þrepi. „Ég tel ekki vænlegt að hækka skattinn og flækja bótakerfið frekar með einhverri aðkomu ríkisins að því að færa til fjármagn til efnaminni fjölskyldna. Ég tel að við eigum að standa vörð um þennan 7 prósenta skatt,“ segir Vigdís. Líka vegna þess að matarskatturinn skili sér mjög vel þar sem undanskot á honum séu mjög erfið. Á sama tíma og efra þrep skattsins verði lækkað eigi að fella niður undanþágur frá skattinum. „Það er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt að útrýma nánast öllum undanþágum í virðisaukaskattskerfinu, því þær eru bara barn síns tíma,“ segir Vigdís. Hún tekur undir með Karli Garðarssyni og segist vilja að virðisaukaskatturinn verði hækkaður í ferðaþjónustunni og undanþágum þar fækkað eins og fyrri ríkisstjórn hafði áformað en núverandi stjórn féll frá að framkvæma. „Ég talaði á móti því að hækka virðisaukaskattinn á síðasta kjörtímabili. En þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði, er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins. Ferðaþjónustan er komin af brauðfótum,“ segir Vigdís. Því séu forsendur fyrir því að hafa ferðaþjónustuna í lægra þrepinu brostnar. „Þannig að nú er orðið tímabært að sá stuðningur sem ríkisvaldið veitti þessari atvinnugrein á sínum tíma skili sér nú í ríkissjóð með hækkaðri prósentu,“ segir Vigdís Hauksdóttir.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira