Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2014 21:48 Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason. Fjárlög Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason.
Fjárlög Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira