Framlög til Umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2014 16:00 Lögð er til 326,2 milljóna króna lækkun á framlagi „vegna þróunar á rekstrarumfangi umboðsmanns í átt til jafnvægis“. Vísir/Vilhelm Framlög ríkisins til embættis umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent samkvæmt fjármálafrumvarpi ársins 2015. Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. Í frumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að rekstrargjöld nemi um 496,4 milljónir króna á næsta ári sem jafngildi um 359,2 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2014. Í frumvarpinu segir að lækkunin skýrist af tveimur tilefnum. „Í fyrsta lagi er lögð til 33 m.kr. lækkun á tilfærsluframlagi vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði við gjaldþrotameðferð sbr. lög sem tóku gildi 1. febrúar 2014. Í fjárlögum 2014 var gengið út frá þeirri forsendu að fjárhagsaðstoðin miðaðist við fjárhæð lágmarkstryggingar sem var 250 þús. kr. og að samþykktar yrðu 500 umsóknir um fjárhagsaðstoð á ársgrundvelli og heildarkostnaður næmi 125,0 m.kr.“ Umsóknir hafi hins vegar reynst færri en áætlað var og áætlaður kostnaður á árinu 2015 svari til 92,0 milljóna króna. Í öðru lagi hafi verið lögð til 326,2 milljóna króna lækkun á framlagi vegna þróunar á rekstrarumfangi umboðsmanns í átt til jafnvægis. „Í samþykktri rekstraráætlun Umboðsmanns skuldara fyrir árin 2015-2017 er gert ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar muni á komandi árum dragast saman í takt við fækkun umsókna um greiðsluaðlögun og aðra þjónustu stofnunarinnar.“ Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld stofnunarinnar verði 709 milljónir króna árið 2014, 405 milljónir árið 2015, 349 milljónir árið 2016 og 299 milljónir 2017. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Framlög ríkisins til embættis umboðsmanns skuldara lækka um 42 prósent samkvæmt fjármálafrumvarpi ársins 2015. Heildarfjárveiting til embættisins árið 2015 verður 496,4 milljónir króna, miðað við 855,6 milljónir króna árið 2014. Í frumvarpinu segir að gert sé ráð fyrir að rekstrargjöld nemi um 496,4 milljónir króna á næsta ári sem jafngildi um 359,2 milljón króna lækkun að raungildi frá fjárlögum ársins 2014. Í frumvarpinu segir að lækkunin skýrist af tveimur tilefnum. „Í fyrsta lagi er lögð til 33 m.kr. lækkun á tilfærsluframlagi vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði við gjaldþrotameðferð sbr. lög sem tóku gildi 1. febrúar 2014. Í fjárlögum 2014 var gengið út frá þeirri forsendu að fjárhagsaðstoðin miðaðist við fjárhæð lágmarkstryggingar sem var 250 þús. kr. og að samþykktar yrðu 500 umsóknir um fjárhagsaðstoð á ársgrundvelli og heildarkostnaður næmi 125,0 m.kr.“ Umsóknir hafi hins vegar reynst færri en áætlað var og áætlaður kostnaður á árinu 2015 svari til 92,0 milljóna króna. Í öðru lagi hafi verið lögð til 326,2 milljóna króna lækkun á framlagi vegna þróunar á rekstrarumfangi umboðsmanns í átt til jafnvægis. „Í samþykktri rekstraráætlun Umboðsmanns skuldara fyrir árin 2015-2017 er gert ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar muni á komandi árum dragast saman í takt við fækkun umsókna um greiðsluaðlögun og aðra þjónustu stofnunarinnar.“ Þannig er gert ráð fyrir að rekstrarútgjöld stofnunarinnar verði 709 milljónir króna árið 2014, 405 milljónir árið 2015, 349 milljónir árið 2016 og 299 milljónir 2017.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira