Annars flokks foreldri Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifar 5. september 2014 12:40 Í nútímasamfélagi hefur jafnréttisbarátta orðið æ meira áberandi og ber að fagna hverju skrefi sem stigið er fram á við í þeirri baráttu. Hins vegar er langt í land þegar kemur að foreldrajafnrétti, þá sérstaklega við samvistarslit. Við skilnað eða samvistarslit foreldra gildir sú meginregla að foreldrar fari með sameiginlega forsjá. Að auki verður það æ algengara að umgengni foreldra sé skipt jafnt þeirra á milli þegar aðstæður leyfa. Hefur fólk horft jákvæðum augum á slíkt fyrirkomulag enda er það sjálfsagt að báðir foreldrar taki jafnan þátt í uppeldi barna sinna. Hins vegar er raunin sú að staða þeirra foreldra sem ákveða að haga umgengni og forsjá á þennan veg er langt frá því að vera sambærileg. Í greindum tilvikum þurfa foreldrar að ákveða hvort þeirra verður skráð sem lögheimilisforeldri og hvort þeirra fær titilinn umgengnisforeldri. Á milli þeirra skilur himinn og haf þegar kemur að réttindum sem tengjast barninu. Þó svo að hugmyndin sé sú að báðir foreldrar standi jafnvíg er raunin sú að lögheimilisforeldrið er það foreldri sem hefur heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins og getur það reynst umgengnisforeldrinu ansi erfitt að hafa áhrif þar á ef ágreiningur er til staðar. Lögheimilisforeldrið fær einnig greiddar barnabætur, ef þeim er að skipta. Í öllum opinberum kerfum er lögheimilisforeldri skráð sem foreldri barnsins og er sjálfkrafa tekið tillit til framfærslu barns s.s. við útreikning á upphæð námslána og húsaleigubóta, svo ekki séu nefnd hin ýmsu fríðindi eins og t.d. systkinaafsláttur sem aðeins er í höndum lögheimilisforeldris að nýta. Að auki getur lögheimilisforeldri sótt um meðlagsgreiðslur úr hendi umgengnisforeldris þó svo að fyrir liggi að öllum kostnaði sé skipt jafnt á milli beggja foreldra. Þá er ónefndur sá möguleiki lögheimilisforeldris að drekkja umgengnisforeldri í skuldum við ríkið með því að fara fram á meðlagsgreiðslur afturvirkt með tilheyrandi dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Umgengnisforeldri er því almennt í mjög bágri stöðu enda gott sem týnt í kerfinu og rödd þess ansi veik. Sjálfsögð atriði eins og að fá upplýsingar um framvindu barns í skóla getur reynst erfitt og til að færa sönnur á því að umgengnisforeldrið eigi sitt eigið barn væri í raun tryggast að hafa ávallt vottorð við höndina til að sína fram á það. Í ofanálag getur umgengnisforeldrið t.d. þurft að þola hótanir af hálfu lögheimilisforeldri þar sem auknar eða afturvirkar meðlagsgreiðslur eru notaðar sem vopn eða þurft að grátbiðja lögheimilisforeldri um að deila barnabótunum, ef þeim er að skipta, þar sem það er alveg undir lögheimilisforeldrinu komið hvort það vilji deila þeim með hinu foreldrinu þrátt fyrir að umgengni sé skipt jafnt þeirra á milli. Heldur er ekkert tillit tekið til aðstæðna umgengnisforeldris ef það er t.d. á leigumarkaði eða í námi. Liggur við að panikkástand skapist ef að umgengnisforeldri óskar eftir því að tekið sé tillit til framfærslu barns í slíkum tilvikum. Það er því ekki að undra að þeirri spurningu sé velt upp hvaða réttindi sé í raun verið að tryggja með núverandi lagaumhverfi. Eru það réttindi barnsins? Ekki verður betur séð en að greindar aðstæður geti orðið til þess að börnum sé mismunað eftir því hvort það dvelst hjá lögheimilis- eða umgengnisforeldri og í verstu tilvikum geta aðstæður hjá umgengnisforeldri verið það erfiðar að það hreinlega treysti sér ekki eða hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að skipta umgengni jafnt þó svo að vilji sé fyrir hendi. Í barnalögum segir að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang og barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína. Umgengni hlýtur að vera stór þáttur í því að þeim markmiðum verði náð og hlýtur það yfirleitt að vera barninu fyrir bestu að það hafi jafna möguleika til umgengni við báða foreldra sína. Í fullkomnum heimi ættu foreldrar hvort sem þeir búa saman eða ekki, að leggja áherslu á að hafa þarfir barnsins alltaf að leiðarljósi. Hins vegar er staðreyndin í mörgum tilvikum ekki svona einföld. Foreldrar eru mannlegir og oft gleymast börnin í deilum og særindum þeirra á milli. Getur slíkt orðið til þess að áherslurnar breytast úr því að tryggja barninu allt hið besta, í það að gera hvort öðru erfiðara fyrir. Í mínum huga er alveg ljóst að koma þarf til móts við umgengnisforeldri hvað varðar lögbundin réttindi þeirra enda hafa allir framangreindir þættir áhrif á möguleika þeirra til að standa sig vel í foreldrahlutverkinu. Vitaskuld virkar umrætt fyrirkomulag ekki í öllum tilvikum en það er óþarfi að gera slíkt fyrirkomulag ómögulegt í þeim tilvikum þar sem slíkt ætti að virka. Nóg er á börn lagt að þurfa að upplifa skilnað foreldra. Sem betur fer virðist hafa orðið nokkur vitundarvakning í þessum málum og vekur það von í brjósti umgengnisforeldra í þessari stöðu að umræður séu hafnar inn á Alþingi og að lagafrumvarpi þessu tengt hafi verið vísað til meðferðar sérstakra nefnda. Hins vegar þarf vart að nefna að það er gríðarlega mikilvægt að hafa hraðar hendur enda fyrst og fremst hagsmunir barnanna í húfi. Hugsum um börnin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi hefur jafnréttisbarátta orðið æ meira áberandi og ber að fagna hverju skrefi sem stigið er fram á við í þeirri baráttu. Hins vegar er langt í land þegar kemur að foreldrajafnrétti, þá sérstaklega við samvistarslit. Við skilnað eða samvistarslit foreldra gildir sú meginregla að foreldrar fari með sameiginlega forsjá. Að auki verður það æ algengara að umgengni foreldra sé skipt jafnt þeirra á milli þegar aðstæður leyfa. Hefur fólk horft jákvæðum augum á slíkt fyrirkomulag enda er það sjálfsagt að báðir foreldrar taki jafnan þátt í uppeldi barna sinna. Hins vegar er raunin sú að staða þeirra foreldra sem ákveða að haga umgengni og forsjá á þennan veg er langt frá því að vera sambærileg. Í greindum tilvikum þurfa foreldrar að ákveða hvort þeirra verður skráð sem lögheimilisforeldri og hvort þeirra fær titilinn umgengnisforeldri. Á milli þeirra skilur himinn og haf þegar kemur að réttindum sem tengjast barninu. Þó svo að hugmyndin sé sú að báðir foreldrar standi jafnvíg er raunin sú að lögheimilisforeldrið er það foreldri sem hefur heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins og getur það reynst umgengnisforeldrinu ansi erfitt að hafa áhrif þar á ef ágreiningur er til staðar. Lögheimilisforeldrið fær einnig greiddar barnabætur, ef þeim er að skipta. Í öllum opinberum kerfum er lögheimilisforeldri skráð sem foreldri barnsins og er sjálfkrafa tekið tillit til framfærslu barns s.s. við útreikning á upphæð námslána og húsaleigubóta, svo ekki séu nefnd hin ýmsu fríðindi eins og t.d. systkinaafsláttur sem aðeins er í höndum lögheimilisforeldris að nýta. Að auki getur lögheimilisforeldri sótt um meðlagsgreiðslur úr hendi umgengnisforeldris þó svo að fyrir liggi að öllum kostnaði sé skipt jafnt á milli beggja foreldra. Þá er ónefndur sá möguleiki lögheimilisforeldris að drekkja umgengnisforeldri í skuldum við ríkið með því að fara fram á meðlagsgreiðslur afturvirkt með tilheyrandi dráttarvöxtum og innheimtukostnaði. Umgengnisforeldri er því almennt í mjög bágri stöðu enda gott sem týnt í kerfinu og rödd þess ansi veik. Sjálfsögð atriði eins og að fá upplýsingar um framvindu barns í skóla getur reynst erfitt og til að færa sönnur á því að umgengnisforeldrið eigi sitt eigið barn væri í raun tryggast að hafa ávallt vottorð við höndina til að sína fram á það. Í ofanálag getur umgengnisforeldrið t.d. þurft að þola hótanir af hálfu lögheimilisforeldri þar sem auknar eða afturvirkar meðlagsgreiðslur eru notaðar sem vopn eða þurft að grátbiðja lögheimilisforeldri um að deila barnabótunum, ef þeim er að skipta, þar sem það er alveg undir lögheimilisforeldrinu komið hvort það vilji deila þeim með hinu foreldrinu þrátt fyrir að umgengni sé skipt jafnt þeirra á milli. Heldur er ekkert tillit tekið til aðstæðna umgengnisforeldris ef það er t.d. á leigumarkaði eða í námi. Liggur við að panikkástand skapist ef að umgengnisforeldri óskar eftir því að tekið sé tillit til framfærslu barns í slíkum tilvikum. Það er því ekki að undra að þeirri spurningu sé velt upp hvaða réttindi sé í raun verið að tryggja með núverandi lagaumhverfi. Eru það réttindi barnsins? Ekki verður betur séð en að greindar aðstæður geti orðið til þess að börnum sé mismunað eftir því hvort það dvelst hjá lögheimilis- eða umgengnisforeldri og í verstu tilvikum geta aðstæður hjá umgengnisforeldri verið það erfiðar að það hreinlega treysti sér ekki eða hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að skipta umgengni jafnt þó svo að vilji sé fyrir hendi. Í barnalögum segir að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang og barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína. Umgengni hlýtur að vera stór þáttur í því að þeim markmiðum verði náð og hlýtur það yfirleitt að vera barninu fyrir bestu að það hafi jafna möguleika til umgengni við báða foreldra sína. Í fullkomnum heimi ættu foreldrar hvort sem þeir búa saman eða ekki, að leggja áherslu á að hafa þarfir barnsins alltaf að leiðarljósi. Hins vegar er staðreyndin í mörgum tilvikum ekki svona einföld. Foreldrar eru mannlegir og oft gleymast börnin í deilum og særindum þeirra á milli. Getur slíkt orðið til þess að áherslurnar breytast úr því að tryggja barninu allt hið besta, í það að gera hvort öðru erfiðara fyrir. Í mínum huga er alveg ljóst að koma þarf til móts við umgengnisforeldri hvað varðar lögbundin réttindi þeirra enda hafa allir framangreindir þættir áhrif á möguleika þeirra til að standa sig vel í foreldrahlutverkinu. Vitaskuld virkar umrætt fyrirkomulag ekki í öllum tilvikum en það er óþarfi að gera slíkt fyrirkomulag ómögulegt í þeim tilvikum þar sem slíkt ætti að virka. Nóg er á börn lagt að þurfa að upplifa skilnað foreldra. Sem betur fer virðist hafa orðið nokkur vitundarvakning í þessum málum og vekur það von í brjósti umgengnisforeldra í þessari stöðu að umræður séu hafnar inn á Alþingi og að lagafrumvarpi þessu tengt hafi verið vísað til meðferðar sérstakra nefnda. Hins vegar þarf vart að nefna að það er gríðarlega mikilvægt að hafa hraðar hendur enda fyrst og fremst hagsmunir barnanna í húfi. Hugsum um börnin!
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun