Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2024 12:50 Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki. Við höfum lagt allt okkar í að eiga samtöl við kjósendur þar sem málefni eins og bann við sjókvíaeldi sem Píratar einn flokka hefur tekið sér sterka stöðu gegn. Frelsi einstaklinga til að lifa lífi sínu á eigin forsendum án óþarfa afskipta yfirvalda hefur sérstaklega verið í brennidepli, ásamt umræðum um grunnhugmyndafræði Pírata, hvernig við skilgreinum hægri og vinstri og ýmsu öðru sem hefur gert þessi samtöl bæði uppbyggileg og eftirminnileg. Við trúum því að með því að hlusta og taka þátt í umræðum við fólk getum við byggt upp samfélag þar sem allar raddir skipta máli og ákvarðanir eru teknar í þágu fólksins. Þau samtöl sem mér hafa þótt áhugaverðust og fela í sér mikinn lærdóm fyrir Pírata eru samtölin þar sem fólk spyr „ En vill einhver raunverulega vinna með Pírötum þið eruð aldrei tilbúin að gefa neitt eftir “ Þar virðist gæta einhvers misskilnings, Píratar gera sér einmitt fyllilega grein fyrir því að samstarf felur í sér málamiðlanir, eins og ég skrifaði í pistli fyrir nokkrum dögum þá er tilgangur Pírata einmitt að vera einskonar málamiðlari. Þar sem ólíkar hugmyndir frá ásum hins pólitíska litrófs eru dregnar saman að borðinu, til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta gengið sáttir með frá borði, kjósendum til góða. Ófrávíkjanleg krafa Pírata er heiðarleiki Það er að vissu leyti rétt að Píratar gera ófrávíkjanlegar kröfur. Staðreyndin er sú að Píratar gefa engan afslátt af heiðarleika. Þetta er í raun fremur einfalt; Píratar stunda heiðarleg stjórnmál sem eru gagnsæ, lýðræðisleg og þar sem mannréttindi eru alltaf í forgrunni. Við ætlumst til hins sama af samstarfsflokkum okkar. Ef þeir eru tilbúnir til þess að starfa eftir því, þá mun fátt stranda á Pírötum, ef um góð mál er að ræða. Okkar gildi grundvallast af heiðarleika í stjórnmálum. Af samtölum mínum síðustu vikur má draga þá ályktun að kjósendur séu sammála mér í því að á Alþingi Íslendinga hefur ekki verið neitt sérstakt offramboð á heiðarleika. Píratar hafa talað fyrir öðruvísi stjórnmálum þar sem aðgengi að upplýsingum gegnir lykilhlutverki, það helst í hendur við aðhald með valdinu, sem er gífurlega mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að þeir valdameiri brjóti gegn þeim valdaminni. Það að verja réttindi borgaranna er ekki valkvæð skylda stjórnvalda heldur ófrávíkjanleg krafa sem almenningur í lýðræðisríki gerir til stjórnvalda. Mannréttindi eru jafnframt ekki valkvæður lúxus útvaldra, mannréttindi eru einmitt fyrir öll. Allt grundvallast þetta þó eins og fyrr segir á heiðarlegum stjórnmálum. Ég veit ekki með ykkur, en við erum ekki spennt fyrir því að setja völd ofar heiðarleika. Píratar hafa með öðruvísi nálgun og aðferðum komið til leiða öðruvísi breytingum í íslenskum stjórnmálum. Píratar vilja að þú ráðir og því hvet ég þig til þess að kjósa öðruvísi og kjósa Pírata. Viljir þú kynna þér sérstök stefnumál flokksins, þá mæli ég með www.piratar.is . Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun