Dregið úr tíðni áverka í munni hrossa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. september 2014 10:50 vísir/karl óskarsson Dregið hefur úr tíðni áverka í munni keppnis- og kynbótahrossa frá árinu 2012. Vitundarvakning um heilbrigði munnsins er talin meginástæða fyrir lækkun á tíðni áverka í munnvikum og kinnum. Þetta kemur út í skýrslu um niðurstöður heilbrigðisskoðana á keppnis- og kynbótahrossum á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum 2014. Þá var áberandi minna um alvarlega áverka yfir kjálkabeini á tannlausa bilinu og ekki þörf á að vísa neinum hesti frá keppni af þeim sökum. „Enginn vafi leikur á að bann við notkun stangaméla með tunguboga í keppni á þar stærstan hlut að máli enda er sambærilega þróun ekki að sjá meðal kynbótahrossa þar sem mélin eru enn í notkun,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Í tilkynningunni segir jafnframt að áverkar vegna þrýstings frá mélum í munni keppnis- og kynbótahrossa árið 2012 hafi verið algengir. Alvarlegustu áverkana var að finna yfir og á tannlausa bilinu á kjálkabeini neðri kjálka. Sterk og hámarktæk tengsl voru á milli notkunar á stangamélum með tunguboga og áverka á kjálkabeini. Ríflega helmingur þeirra hrossa sem hafði verið riðið við stangamél með tunguboga voru með áverka á kjálkabeini fyrir úrslit, í flestum tilfellum alvarlega. Þessir áverkar voru nánast ekki til staðar hjá hrossum sem hafði verið riðið við aðrar gerðir méla. Hestar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Dregið hefur úr tíðni áverka í munni keppnis- og kynbótahrossa frá árinu 2012. Vitundarvakning um heilbrigði munnsins er talin meginástæða fyrir lækkun á tíðni áverka í munnvikum og kinnum. Þetta kemur út í skýrslu um niðurstöður heilbrigðisskoðana á keppnis- og kynbótahrossum á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum 2014. Þá var áberandi minna um alvarlega áverka yfir kjálkabeini á tannlausa bilinu og ekki þörf á að vísa neinum hesti frá keppni af þeim sökum. „Enginn vafi leikur á að bann við notkun stangaméla með tunguboga í keppni á þar stærstan hlut að máli enda er sambærilega þróun ekki að sjá meðal kynbótahrossa þar sem mélin eru enn í notkun,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Í tilkynningunni segir jafnframt að áverkar vegna þrýstings frá mélum í munni keppnis- og kynbótahrossa árið 2012 hafi verið algengir. Alvarlegustu áverkana var að finna yfir og á tannlausa bilinu á kjálkabeini neðri kjálka. Sterk og hámarktæk tengsl voru á milli notkunar á stangamélum með tunguboga og áverka á kjálkabeini. Ríflega helmingur þeirra hrossa sem hafði verið riðið við stangamél með tunguboga voru með áverka á kjálkabeini fyrir úrslit, í flestum tilfellum alvarlega. Þessir áverkar voru nánast ekki til staðar hjá hrossum sem hafði verið riðið við aðrar gerðir méla.
Hestar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira