Réttarfarsnefnd rannsaki verklag símhlerana Hjörtur Hjartarson skrifar 21. september 2014 19:30 Forsætis- og dómsmálaráðherra hyggst senda réttarfarsnefnd erindi þar sem þess er óskað að nefndin fari yfir hvort sérstakur saksóknari hafi farið að lögum og reglum varðandi símhleranir. Hann útilokar ekki að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að komast að hinu sanna, telji stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þess þörf. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara fullyrti í viðtalinu í Fréttablaðinu um síðustu helgi að víða væri pottur brotinn í starfsemi embættisins. Meðal annars hefði margoft verið hlustað á samtöl verjenda og sakborninga, eitthvað sem er með öllu óheimilt. Dómsmálaráðherra tekur undir að ásakanirnar séu alvarlegar en segist þó bera fullt traust til sérstaks saksóknara. „Hinsvegar verða menn auðvitað þegar að svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlegar þó ekki væri nema vegna þess að það er mjög mikilvægt að þessar stofnanir, þessi embætti njóti óskoraðs trausts,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Til að viðhalda þessu trausti mun Sigmundur fela réttarfarsnefndinni að athuga hvað sé hæft í áðurnefndum ásökunum. „Ég geri ráð fyrir að senda þeim formlegt erindi og hef í raun verið að leggja drög að því, þar sem nefndinni er falið í samræmi við hlutverk hennar að fara yfir það regluverk sem gildir um símhleranir og leið að skoða hvernig því regluverki hefur verið beitt og hvort að það þurfi að gera á því einhverjar breytingar, hvort þetta sé að virka sem skildi.“ Sigmundur þyrfti reyndar ekki að leita til réttarfarsnefndarinna til að komast að því hvort hlerunum hafi verið beitt með ólögmætum hætti. Fram kom í Ímon málinu svokallaða síðasta sumar að hlustað hafði verið á samtöl sakborninga og verjenda. Þess ber þó að geta að þegar að sakfellt hefur verið í málum sérstaks saksóknara hafa símhleranir ekki ráðið úrslitum í neinu þeirra.Ríkissaksóknara barst fyrst ábending um að ekki væri allt með felldu þegar kæmi að hlerunum árið 2012 en ákvað þá að fylgja því ekki. Þetta hefur ítrekað verið gagnrýnt og sagt bera vott um slæleg vinnubrögð hjá Ríkissaksókna og sérstaks saksóknara. „En bæði sérstakur saksóknar og ríkissaksóknari hafa hafnað þessum ásökunum. Þær eru þó þess eðlis að það kallar á að þetta verði skoðað.“ „Þú talar um að skoða þetta og kanna hitt en í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar eru finnst manni þessar aðgerðir ekki vera í takti við það.“„Þetta er hin sígilda spurning, hver á að gæta varðanna? Þarna er um að ræða mjög mikilvægt grundvallarprinsipp sem er þessi þrískipting valdsins og sjálfstæði ákæruvaldsins og dómstólanna," segir Sigmundur. En þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að tryggja að sjálfstæðar stofnanir sem fara með rannsóknar og eftirlitshlutverk fari sjálfar að lögum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur það með höndum. Hægt er að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis og í þriðja lagi skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem hefur mjög víðtækar heimildir til að komast að því ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað. Sigmundur efast þannig ekki um að hægt sé að komast að hinu rétta í þessu máli. „Menn hafa nú á undanförnum árum á Íslandi farið ofan í saumana á ýmsu sem hefur gerst hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum og náð árangri í því að komast að því hvað í raun gerðist. Og ég held að menn geti alveg náð árangri í því að komast til botns í þessu máli líka,“ segir Sigmundur Davíð. Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Forsætis- og dómsmálaráðherra hyggst senda réttarfarsnefnd erindi þar sem þess er óskað að nefndin fari yfir hvort sérstakur saksóknari hafi farið að lögum og reglum varðandi símhleranir. Hann útilokar ekki að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar til að komast að hinu sanna, telji stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þess þörf. Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara fullyrti í viðtalinu í Fréttablaðinu um síðustu helgi að víða væri pottur brotinn í starfsemi embættisins. Meðal annars hefði margoft verið hlustað á samtöl verjenda og sakborninga, eitthvað sem er með öllu óheimilt. Dómsmálaráðherra tekur undir að ásakanirnar séu alvarlegar en segist þó bera fullt traust til sérstaks saksóknara. „Hinsvegar verða menn auðvitað þegar að svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlegar þó ekki væri nema vegna þess að það er mjög mikilvægt að þessar stofnanir, þessi embætti njóti óskoraðs trausts,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra. Til að viðhalda þessu trausti mun Sigmundur fela réttarfarsnefndinni að athuga hvað sé hæft í áðurnefndum ásökunum. „Ég geri ráð fyrir að senda þeim formlegt erindi og hef í raun verið að leggja drög að því, þar sem nefndinni er falið í samræmi við hlutverk hennar að fara yfir það regluverk sem gildir um símhleranir og leið að skoða hvernig því regluverki hefur verið beitt og hvort að það þurfi að gera á því einhverjar breytingar, hvort þetta sé að virka sem skildi.“ Sigmundur þyrfti reyndar ekki að leita til réttarfarsnefndarinna til að komast að því hvort hlerunum hafi verið beitt með ólögmætum hætti. Fram kom í Ímon málinu svokallaða síðasta sumar að hlustað hafði verið á samtöl sakborninga og verjenda. Þess ber þó að geta að þegar að sakfellt hefur verið í málum sérstaks saksóknara hafa símhleranir ekki ráðið úrslitum í neinu þeirra.Ríkissaksóknara barst fyrst ábending um að ekki væri allt með felldu þegar kæmi að hlerunum árið 2012 en ákvað þá að fylgja því ekki. Þetta hefur ítrekað verið gagnrýnt og sagt bera vott um slæleg vinnubrögð hjá Ríkissaksókna og sérstaks saksóknara. „En bæði sérstakur saksóknar og ríkissaksóknari hafa hafnað þessum ásökunum. Þær eru þó þess eðlis að það kallar á að þetta verði skoðað.“ „Þú talar um að skoða þetta og kanna hitt en í ljósi þess hversu alvarlegar ásakanirnar eru finnst manni þessar aðgerðir ekki vera í takti við það.“„Þetta er hin sígilda spurning, hver á að gæta varðanna? Þarna er um að ræða mjög mikilvægt grundvallarprinsipp sem er þessi þrískipting valdsins og sjálfstæði ákæruvaldsins og dómstólanna," segir Sigmundur. En þó eru til leiðir fyrir stjórnmálamenn að tryggja að sjálfstæðar stofnanir sem fara með rannsóknar og eftirlitshlutverk fari sjálfar að lögum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur það með höndum. Hægt er að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis og í þriðja lagi skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem hefur mjög víðtækar heimildir til að komast að því ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað. Sigmundur efast þannig ekki um að hægt sé að komast að hinu rétta í þessu máli. „Menn hafa nú á undanförnum árum á Íslandi farið ofan í saumana á ýmsu sem hefur gerst hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum og náð árangri í því að komast að því hvað í raun gerðist. Og ég held að menn geti alveg náð árangri í því að komast til botns í þessu máli líka,“ segir Sigmundur Davíð.
Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira