Utan vallar: Vonandi ekki 1+11 deildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2014 08:00 Úr leik KR og Grindavíkur í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Vísir/Ernir Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. KR er ríkjandi Íslandsmeistari eftir frábæran fyrsta vetur undir stjórn Finns Freys Stefánssonar. Liðið vann 30 af 33 leikjum sínum í deild og úrslitakeppni og slæmu fréttirnar fyrir hin liðin í deildinni er að KR-liðið gæti jafnvel verið í enn meiri sérflokki í ár. Martin Hermannsson, leikmaður ársins í fyrra, er reyndar farinn út í skóla en í staðinn horfa menn á að Brynjar Þór Björnsson skipti aftur úr öðrum gírnum og sýni hvað hann getur. Stærstu fréttirnar úr Vesturbænum eru þó þær að liðið er búið að fá til sín bandaríska miðherjann Michael Craion sem var kosinn besti erlendi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Miðherjastaðan var eina veika staða liðsins í fyrra en ekki lengur. KR var spáð yfirburðarsigri í spánni og Vesturbæjarliðið hefur allt til alls til að gera þetta hreinlega að 1+11 deildinni. Grindavík hefur misst lykilmann sem og Keflavík og Njarðvík en þau voru öll inn á topp fjögur í fyrra. Stjarnan tekur nú fyrstu skrefin eftir að Teitur Örlygsson hætti með liðið. Það eru því líka breytingar í Garðabænum. Haukar eru hins vegar lið sem líkt og KR hefur haldið flest öllum sínum lykilmönnum. Nýliðarnir komu skemmtilega inn í deildina í fyrra og nú eru ungu strákarnir ári eldri og reynslunni ríkari sem ætti að nýtast Hafnarfjarðarliðinu vel. Nýliðar Tindastóls tefla fram Darrel (Keith Lewis) og Darell (Flake) í viðbót við bandarískan leikmann en ætla að láta hinn stórefnilega Pétur Rúnar Birgisson bera ábyrgð á leikstjórnendastöðunni sem er nú jafnan á herðum erlendra atvinnumanna. Þetta er áhugaverð tilraun og margir hafa trú á henni því Stólunum er spáð 5. sæti. Nokkrar af ungu stjörnum Dominos-deildarinnar í fyrra hafa nú yfirgefið deildina en hvort ungir leikmenn haldi áfram að fá stór tækifæri í deildinni verður að koma í ljós. Sum félög, eins og Keflavík, hafa farið þá leið að kalla á eldri goðsagnir og það er vissulega spennandi að sjá Damon Johnson aftur á íslenskum fjölum þótt hann haldi upp á fertugsafmælið á tímabilinu. KR-ingar hafa vissulega allt til alls til að verja Íslandsmeistaratitilinn í vetur og það kæmi svo sem ekki mikið á óvart ef Vesturbæjarliðið yrði í sérflokki. Leikirnir vinnast sem betur fer á parkettinu og fyrsta skyndipróf KR-inga er í kvöld þegar Njarðvíkingar mæta í DHL-höllina með goðsagnirnar Friðrik Inga Rúnarsson og Teit Örlygsson við stjórnvölinn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fór um menn þegar hlunkurinn lenti Jón Hrafn Baldvinsson slapp við alvarleg meiðsli. 7. október 2014 10:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53 Brynjar: Erum klárir í slaginn KR og Keflavík var spáð sigri í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna í Domino's deildum karla og kvenna í körfubolta. 7. október 2014 19:38 KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu. 7. október 2014 11:24 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Dominos-deild karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum en margir bíða spenntir eftir því hvaða áhrif miklar mannabreytingar hafa á gang mála í karlakörfunni í vetur. KR er ríkjandi Íslandsmeistari eftir frábæran fyrsta vetur undir stjórn Finns Freys Stefánssonar. Liðið vann 30 af 33 leikjum sínum í deild og úrslitakeppni og slæmu fréttirnar fyrir hin liðin í deildinni er að KR-liðið gæti jafnvel verið í enn meiri sérflokki í ár. Martin Hermannsson, leikmaður ársins í fyrra, er reyndar farinn út í skóla en í staðinn horfa menn á að Brynjar Þór Björnsson skipti aftur úr öðrum gírnum og sýni hvað hann getur. Stærstu fréttirnar úr Vesturbænum eru þó þær að liðið er búið að fá til sín bandaríska miðherjann Michael Craion sem var kosinn besti erlendi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Miðherjastaðan var eina veika staða liðsins í fyrra en ekki lengur. KR var spáð yfirburðarsigri í spánni og Vesturbæjarliðið hefur allt til alls til að gera þetta hreinlega að 1+11 deildinni. Grindavík hefur misst lykilmann sem og Keflavík og Njarðvík en þau voru öll inn á topp fjögur í fyrra. Stjarnan tekur nú fyrstu skrefin eftir að Teitur Örlygsson hætti með liðið. Það eru því líka breytingar í Garðabænum. Haukar eru hins vegar lið sem líkt og KR hefur haldið flest öllum sínum lykilmönnum. Nýliðarnir komu skemmtilega inn í deildina í fyrra og nú eru ungu strákarnir ári eldri og reynslunni ríkari sem ætti að nýtast Hafnarfjarðarliðinu vel. Nýliðar Tindastóls tefla fram Darrel (Keith Lewis) og Darell (Flake) í viðbót við bandarískan leikmann en ætla að láta hinn stórefnilega Pétur Rúnar Birgisson bera ábyrgð á leikstjórnendastöðunni sem er nú jafnan á herðum erlendra atvinnumanna. Þetta er áhugaverð tilraun og margir hafa trú á henni því Stólunum er spáð 5. sæti. Nokkrar af ungu stjörnum Dominos-deildarinnar í fyrra hafa nú yfirgefið deildina en hvort ungir leikmenn haldi áfram að fá stór tækifæri í deildinni verður að koma í ljós. Sum félög, eins og Keflavík, hafa farið þá leið að kalla á eldri goðsagnir og það er vissulega spennandi að sjá Damon Johnson aftur á íslenskum fjölum þótt hann haldi upp á fertugsafmælið á tímabilinu. KR-ingar hafa vissulega allt til alls til að verja Íslandsmeistaratitilinn í vetur og það kæmi svo sem ekki mikið á óvart ef Vesturbæjarliðið yrði í sérflokki. Leikirnir vinnast sem betur fer á parkettinu og fyrsta skyndipróf KR-inga er í kvöld þegar Njarðvíkingar mæta í DHL-höllina með goðsagnirnar Friðrik Inga Rúnarsson og Teit Örlygsson við stjórnvölinn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fór um menn þegar hlunkurinn lenti Jón Hrafn Baldvinsson slapp við alvarleg meiðsli. 7. október 2014 10:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53 Brynjar: Erum klárir í slaginn KR og Keflavík var spáð sigri í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna í Domino's deildum karla og kvenna í körfubolta. 7. október 2014 19:38 KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu. 7. október 2014 11:24 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Fór um menn þegar hlunkurinn lenti Jón Hrafn Baldvinsson slapp við alvarleg meiðsli. 7. október 2014 10:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. 5. október 2014 17:53
Brynjar: Erum klárir í slaginn KR og Keflavík var spáð sigri í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna liðanna í Domino's deildum karla og kvenna í körfubolta. 7. október 2014 19:38
KR og Keflavík verða Íslandsmeistarar næsta vor KR og Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta körfuboltanum á árlegum kynningarfundi fyrir Dominos-deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í hádeginu. 7. október 2014 11:24