Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 22-27 | Afturelding enn með fullt hús stiga Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýrinni skrifar 2. október 2014 15:29 Vísir/Andir Marinó Afturelding lagði Fram 27-22 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld í Safamýrinni. Afturelding var yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 13-12. Afturelding kom til leiks með mikið sjálfstraust og það var augljóst á leik liðsins í upphafi leiks. Liðið varðist fimlega og áður en heimamenn vissu sitt rjúkandi ráð var Afturelding búin að skora sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Heimamenn voru þó ekki mættir til leiks til að láta fara illa með sig og með mikilli baráttu náði liðið hægt en örugglega að vinna sig inn í leikinn en liðið náði þó aldrei að jafna fyrir leikhlé en staðan í hálfleik var 13-12 gestunum úr Mosfellsbæ í vil. Afturelding náði aftur að auka forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks og lagði í raun grunninn að sigrinum því Fram náði einu sinni að minnka muninn í tvö mörk áður en Afturelding jók aftur forskotið. Það er mikil gleði í leik Aftureldingar og sóknarleiknum stýrt af mikilli röggsemi af leikstjórnandanum unga Elvari Ásgeirssyni. Vörn Aftureldingar er mjög sterk og skipti engu hvort Davíð Svansson eða Pálmar Pétursson var í markinu. Markvarslan var góð. Fram sýndi á köflum það sem býr í liðinu en í kvöld var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Fram náði aldrei að jafna leikinn og átti liðið í raun minni og minni möguleika er leið á leikinn. Afturelding er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Fram er í neðri hlutanum með 2 stig. Elvar: Vitum að við getum unnið alla„Þegar þetta gengur svona vel er ekki ástæða til annars en að vera sáttur með sig,“ sagði sigurreifur Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi Aftureldingar. „Við höfum unnið að því að leika með ákveðni og geðveiki og ef við höfum það með okkur þá erum við mjög sterkir. „Við vitum alveg að maður vinnur ekkert stórt hér í Safamýrinni. Þeir eru ólseigir. Við vissum að það kæmu góðir kaflar og slæmir kaflar en við kláruðum þetta í lokin eins og við ætluðum að gera. „Við leggjum upp með baráttu, gleði og sigurvilja. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta svona,“ sagði Elvar sem lætur sér hvergi bregða þó liðið sé eitt með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. „Við settum okkur ekki nein markmið í rauninni. Við vitum að við getum unnið alla og við vitum að við getum líka tapað fyrir öllum ef við eigum ekki okkar leik. Við mætum alltaf til leiks til að vinna og höfum átt fjóra góða leiki.“ Kristófer: Þeir voru númeri of stórir í kvöld„Þeir eru virkilega erfiðir að eiga við og eru með mjög gott lið eins og við vissum en við erum aftur að lenda í því sama. Við erum að vinna upp forskot en virðumst ekki ná að halda því eða byggja ofan á,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Fram. „Við erum auðvitað ánægðir með vinnuframlagið og gefumst aldrei upp en þeir voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld. „Mér finnst þetta vera fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik þar sem við missum þetta niður. Það er erfitt að eiga við þetta þegar við erum alltaf að elta. „Við getum verið sáttir við heildina. Við erum að spila ágætlega og þegar við erum að elta þá náum við að minnka muninn en það er hundleiðinlegt að tapa,“ sagði Kristófer sem segir muninn á liðunum í lokin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Þetta er búið gerast í síðustu tveimur leikjum hjá okkur þar sem síðustu fimm til tíu mínúturnar séu bara hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, aftur og aftur. Þá er munurinn ekki í samræmi við það hvernig leikurinn spilaðist. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki en fyrir mót hefðum við kannski sætt okkur við tvö stig eftir fyrstu leikina. Þetta hafa allt verið hörkulið. Afturelding er búið að sýna og sanna að það er topplið og þeir verða þarna í toppbaráttunni í vetur. Við verðum að rífa okkur upp fyrir mánudaginn á móti HK úti,“ sagði Kristófer. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19 Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Afturelding lagði Fram 27-22 í Olísdeild karla í handbolta í kvöld í Safamýrinni. Afturelding var yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 13-12. Afturelding kom til leiks með mikið sjálfstraust og það var augljóst á leik liðsins í upphafi leiks. Liðið varðist fimlega og áður en heimamenn vissu sitt rjúkandi ráð var Afturelding búin að skora sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Heimamenn voru þó ekki mættir til leiks til að láta fara illa með sig og með mikilli baráttu náði liðið hægt en örugglega að vinna sig inn í leikinn en liðið náði þó aldrei að jafna fyrir leikhlé en staðan í hálfleik var 13-12 gestunum úr Mosfellsbæ í vil. Afturelding náði aftur að auka forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks og lagði í raun grunninn að sigrinum því Fram náði einu sinni að minnka muninn í tvö mörk áður en Afturelding jók aftur forskotið. Það er mikil gleði í leik Aftureldingar og sóknarleiknum stýrt af mikilli röggsemi af leikstjórnandanum unga Elvari Ásgeirssyni. Vörn Aftureldingar er mjög sterk og skipti engu hvort Davíð Svansson eða Pálmar Pétursson var í markinu. Markvarslan var góð. Fram sýndi á köflum það sem býr í liðinu en í kvöld var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Fram náði aldrei að jafna leikinn og átti liðið í raun minni og minni möguleika er leið á leikinn. Afturelding er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Fram er í neðri hlutanum með 2 stig. Elvar: Vitum að við getum unnið alla„Þegar þetta gengur svona vel er ekki ástæða til annars en að vera sáttur með sig,“ sagði sigurreifur Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi Aftureldingar. „Við höfum unnið að því að leika með ákveðni og geðveiki og ef við höfum það með okkur þá erum við mjög sterkir. „Við vitum alveg að maður vinnur ekkert stórt hér í Safamýrinni. Þeir eru ólseigir. Við vissum að það kæmu góðir kaflar og slæmir kaflar en við kláruðum þetta í lokin eins og við ætluðum að gera. „Við leggjum upp með baráttu, gleði og sigurvilja. Það er miklu skemmtilegra að gera þetta svona,“ sagði Elvar sem lætur sér hvergi bregða þó liðið sé eitt með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. „Við settum okkur ekki nein markmið í rauninni. Við vitum að við getum unnið alla og við vitum að við getum líka tapað fyrir öllum ef við eigum ekki okkar leik. Við mætum alltaf til leiks til að vinna og höfum átt fjóra góða leiki.“ Kristófer: Þeir voru númeri of stórir í kvöld„Þeir eru virkilega erfiðir að eiga við og eru með mjög gott lið eins og við vissum en við erum aftur að lenda í því sama. Við erum að vinna upp forskot en virðumst ekki ná að halda því eða byggja ofan á,“ sagði Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Fram. „Við erum auðvitað ánægðir með vinnuframlagið og gefumst aldrei upp en þeir voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld. „Mér finnst þetta vera fyrstu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik og aftur í seinni hálfleik þar sem við missum þetta niður. Það er erfitt að eiga við þetta þegar við erum alltaf að elta. „Við getum verið sáttir við heildina. Við erum að spila ágætlega og þegar við erum að elta þá náum við að minnka muninn en það er hundleiðinlegt að tapa,“ sagði Kristófer sem segir muninn á liðunum í lokin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Þetta er búið gerast í síðustu tveimur leikjum hjá okkur þar sem síðustu fimm til tíu mínúturnar séu bara hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, hraðaupphlaup, aftur og aftur. Þá er munurinn ekki í samræmi við það hvernig leikurinn spilaðist. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki en fyrir mót hefðum við kannski sætt okkur við tvö stig eftir fyrstu leikina. Þetta hafa allt verið hörkulið. Afturelding er búið að sýna og sanna að það er topplið og þeir verða þarna í toppbaráttunni í vetur. Við verðum að rífa okkur upp fyrir mánudaginn á móti HK úti,“ sagði Kristófer.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19 Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH ÍR-ingar eru komnir með sjö stig í Olís-deild karla í handbolta eftir góðan fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur 24-28. 2. október 2014 15:09
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 27-30 | Geir og Guðmundur öflugir Frændurnir og Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason voru öflugir í sigri Vals á Akureyri í kvöld. 2. október 2014 15:19