Frumflutningur á Vísi: Old Snow gefur tóninn fyrir það sem koma skal Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2014 12:30 mynd/sigga ella Hljómsveitin Oyama frumflytur nýtt lag, Old Snow, á Vísi í dag. Lagið er það fyrsta sem heyrist af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Coolboy, sem er væntanleg með haustinu en beðið hefur verið eftir plötunni með mikilli eftirvæntingu frá því að hljómsveitin gaf út stuttskífu í byrjun árs 2013. Hljómsveitin samdi við 12 Tóna á Íslandi og Imperial Records í Japan um útgáfu á plötunni. Coolboy kemur út 29. október í Japan og 3. nóvember á Íslandi, en nú er hægt að forpanta plötuna á vefsíðu 12 Tóna. Coolboy samanstendur af níu nýjum lögum sem tekin voru upp í Sundlauginni og Studio 1. Oyama fengu Pétur Ben inn í ferlið sem pródúser og Coolboy var mixuð af Magnúsi Øder Kristinssyni og masteruð af Glenn Shick.Lagalisti Coolboy:1. Old Snow2. The Right Amount3. The Cat Has Thirst4. Another Day5. Overflow6. Siblings7. Lung Breathers8. Don't Be Sad Because of People, They Will All Die9. Sweet Ride Í kjölfar útgáfu Coolboy munu Oyama koma fram á Airwaves-hátíðinni í nóvember auk þess sem fyrirhugaðir útgáfutónleikar eru í bígerð og verður tilkynnt um þá síðar. Jafnframt fer hljómsveitin í tónleikaferðalag um Japan til að fylgja eftir útgáfu Coolboy þar í landi. Meðal staðfestra tónleika er framkoma á Hokuo, norrænni tónleikahátíð í Tokyo, auk tveggja annara tónleika þar, en auk þess kemur hljómsveitin fram á tónleikum í Osaka með “Íslandsvinunum” í japönsku sveitinni Vampillia sem er afar þekkt nafn þar ytra. Airwaves Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Oyama frumflytur nýtt lag, Old Snow, á Vísi í dag. Lagið er það fyrsta sem heyrist af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Coolboy, sem er væntanleg með haustinu en beðið hefur verið eftir plötunni með mikilli eftirvæntingu frá því að hljómsveitin gaf út stuttskífu í byrjun árs 2013. Hljómsveitin samdi við 12 Tóna á Íslandi og Imperial Records í Japan um útgáfu á plötunni. Coolboy kemur út 29. október í Japan og 3. nóvember á Íslandi, en nú er hægt að forpanta plötuna á vefsíðu 12 Tóna. Coolboy samanstendur af níu nýjum lögum sem tekin voru upp í Sundlauginni og Studio 1. Oyama fengu Pétur Ben inn í ferlið sem pródúser og Coolboy var mixuð af Magnúsi Øder Kristinssyni og masteruð af Glenn Shick.Lagalisti Coolboy:1. Old Snow2. The Right Amount3. The Cat Has Thirst4. Another Day5. Overflow6. Siblings7. Lung Breathers8. Don't Be Sad Because of People, They Will All Die9. Sweet Ride Í kjölfar útgáfu Coolboy munu Oyama koma fram á Airwaves-hátíðinni í nóvember auk þess sem fyrirhugaðir útgáfutónleikar eru í bígerð og verður tilkynnt um þá síðar. Jafnframt fer hljómsveitin í tónleikaferðalag um Japan til að fylgja eftir útgáfu Coolboy þar í landi. Meðal staðfestra tónleika er framkoma á Hokuo, norrænni tónleikahátíð í Tokyo, auk tveggja annara tónleika þar, en auk þess kemur hljómsveitin fram á tónleikum í Osaka með “Íslandsvinunum” í japönsku sveitinni Vampillia sem er afar þekkt nafn þar ytra.
Airwaves Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira