Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 34-22 | Eyjamenn völtuðu yfir HK-inga Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 13. október 2014 09:12 Theodór Sigurbjörnsson og Andri Heimir Friðriksson, leikmenn ÍBV, fagna marki. Vísir/Andri Marinó Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan. Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Eyjamenn unnu HK-inga auðveldlega 34-22 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. HK-ingar sáu aldrei til sólar og voru yfirleitt nokkrum skrefum á eftir ÍBV. Eyjamenn eru enn að spila án Sindra Haraldssonar, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Magnús Stefánsson spilaði í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Sindra og gekk það mjög vel. Í upphafi leiks hreinlega keyrðu heimamenn yfir HK-inga. Sjö af fyrstu átta mörkunum voru Eyjamanna. HK-ingar áttuðu sig síðan á því að þeir þyrftu að gera eitthvað ef ekki ætti að fara illa. Liðin skiptust þá á að skora mörkin og komst ákveðið jafnvægi á leikinn eftir það. Theodór Sigurbjörnsson var eins og vanalega í banastuði en hann skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn tóku annað góðan kafla undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með níu mörkum í hálfleik, 17-8. Í fyrri hálfleiknum spiluðu HK-ingar mjög slaka vörn og þurftu oft að hlusta á Lárus Helga Ólafsson í markinu, láta þá heyra það. Lárus varði alls sautján skot í leiknum og mörg hver úr algjörum dauðafærum. Oft þegar lið leiða með miklum mun í fyrri hálleik gefa liðin eftir í þeim síðari, það gerðist alls ekki í þessum leik. Eyjamenn vildu ekki hvíla byrjunarliðsmenn of mikið en leyfðu þó nokkrum varamönnum að spreyta sig. Þorgrímur Smári Ólafsson, fyrrum skytta Valsmanna, byrjaði leikinn illa fyrir HK-inga en sótti í sig veðrið þegar leið á leikinn. Hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik síðari hálfleiksins, þá var komið að kafla Andra Þórs Helgasonar. Andri skoraði sex af seinustu níu mörkum HK-inga en hann fékk ekki að byrja leikinn. Varnir liðanna voru gjörsamlega ekki til staðar í síðari hálfleik og sigldu Eyjamenn því þægilegum sigri í höfn en lokatölur eins og áður segir 34-22.Gunnar Magnússon: Viljum bæta okkur á milli leikja „Við mættum klárir í leikinn, við vorum klárir og gáfum tóninn strax í vörninni. Vörnin var fín og markvarslan mjög góð, sóknarlega tóku allir ábyrgð og mörkin dreifðust vel á alla,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir tólf marka sigur þeirra á HK-ingum. Eyjamenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir mjög slaka byrjun. „Við erum að reyna að bæta okkur milli leikja og í hverri viku. Það er hluti af pakkanum að vera betri í hverri viku og verða góðir í vor þegar að úrslitakeppnin kemur. Ég vona að það sé að virka.“ „Þeir eru orðnir árinu eldri, fengu smjörþefinn í fyrra. Það sýndi sig núna og hefur sýnt sig í síðustu leikjum að þessir strákar geta komið inn á og skilað sínu, það er bara frábært. Sumir af þessum strákum voru uppi í stúku í fyrra í stuðningsmannasveitinni og eru núna komnir á gólfið og farnir að standa sig,“ sagði Gunnar Magnússon um ungu leikmennina í liði Eyjamanna.Bjarki Sigurðsson: Skildum allt eftir heima „Mér fannst við hafa skilið allt eftir heima og held ég að það sé aðalmálið. Ég hélt að menn hefðu lært af reynslunni í síðasta leik en það var ekki í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK-inga, eftir fullstórt tap í Vestmannaeyjum. „Ég veit ekki hversu mörg hraðaupphlaup ÍBV fá, þau eru vel á annan tuginn. Varnarlega vorum við svosem ekki slæmir en sóknin er fyrst og fremst að fella okkur. Við vorum búnir að fara vel yfir vörn ÍBV og gera ákveðið plan með, menn brutu sig út úr því plani.“ „Það er enginn sáttur með tvö stig, ég hefði viljað hafa 4-6 stig út úr þessum sex leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum en hann segist alls ekki sáttur með byrjun sinna manna og segir þá hafa langa og stranga vinnu framundan.
Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti