Íþróttabandalag Reykjanesbæjar varð í kvöld Bikarmeistari kvenna og SH varð á sama tíma Bikarmeistari karla á Bikarmóti SSÍ, en mótið fór fram í Laugardal.
ÍRB sigraði kvennakeppnina með 15852 stigum, en næst kom SH með 154666 stig. Þriðja sætið hreppti UMSK með 12390 stig og í fjórða var Sundfélag Akraness með 10814 stig.
Hafnarfirðingar hirtu hins vegar bikarmeistaratitilinn í karlaflokki, en þeir enduðu með 15019 stig, nokkru á undan ÍRB sem var í öðru sæti með 13142 stig. UMSK í þriðja með 11830 og Sundfélag Akraness í fjórða með 9431 stig.
ÍRB og SH bikarmeistarar
Anton Ingi Leifsson skrifar
