Sævar Poetrix stendur við orð sín: „Hún hlýtur að vita ekki betur“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. október 2014 20:33 Sævar vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Vísir/Vilhelm „Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“ Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki skoðun á þessu og ætla ekki að fara að rífast við hana í fjölmiðlum. Mér finnst það ekki málið. Þess vegna er svar mitt bara að hún hlýtur að vita ekki betur.“ Þetta segir rapparinn Sævar Poetrix sem vinnur um þessar mundir að bókinni Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama. Supriya Sunneva Kolandavelu, systir Sævars, hefur á Facebook-síðu sinni gagnrýnt harkalega brot úr bókinni þar sem hann lýsir ömurlegri æsku. „Ég sé ekki neinn rosalegan tilgang í því að vera að dæma fólk út um allan bæ eða ákveða hvað er satt fyrir það,“ segir Sævar um pistil systur sinnar. „Það er ekki mitt að gera uppgjör á upplifunum annarra. Hvað varðar æsku mína, og af hverju hún segir þetta lygi, hún hlýtur bara að vita ekki betur.“Ekki eitt orð ósatt Í fyrsta broti sem Sævar birti úr bókinni fyrirhuguðu lýsir hann meðal annars áfengisvanda móður sinnar og segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu stjúpföður síns. Supryia sagði margt vera rangt í frásögn Sævars og að hann máli móður þeirra upp sem „skrímsli“ og stjúpföður þeirra sem „djöfulinn.“ „Ég held að það sé hægt að verja sannleikann án þess að fordæma annað fólk fyrir mistök sín, sama hversu ógeðsleg þau eru,“ segir Sævar. „Þótt frá minni hlið sé ekki eitt orð ósatt. En almennt séð þá er það alveg þekkt og viðbúið að fólk bindist kvölurum sínum böndum og haldi yfir þeim verndarhendi. Ég held að það sé meira að segja til eitthvað læknisfræðilegt heiti yfir þetta, en ég hef aldrei verið aðdáandi svona niðurnjörvana.“ Hann hefur litlar áhyggjur af eftirmálum ummæla Supryia. „Allt þetta havarí, að segja eitthvað slæmt um mig sem gæti rústað samfélagslegri ímynd minni og trúverðugleika ... fyrir útkomu bókarinnar Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama,“ segir hann kíminn. „And your point is?“Stormurinn kemur seinna Sævar birti í kvöld annað brot úr bókinni þar sem hann er orðinn töluvert eldri og búinn að gefa út plötuna Fyrir lengra komna . Hann segir að „dramasögur“ úr æsku sinni verði langt í frá aðalatriðið í bókinni og að fyrsta sýnishornið sem birtist sé „áhrifalítið“ miðað við afganginn. „Þú átt von á rússíbanareið í gegnum upplifanir söguhetju í leit að frelsi í gegnum alla óheilögustu hluti sem fyrirfinnast, fíkniefni, hórdóm og brot á viðteknum venjum,“ segir hann um skrif sín. „Þú ert að fara að lesa sögu manns sem er búinn að taka allar rangar ákvarðanir í leit sinni að ævintýrum.“Þannig að þetta er bara rétt að byrja? „Vatnið er byrjað að gárast, stormurinn kemur seinna.“
Tengdar fréttir Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19 "Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Gagnrýnir bók bróður síns harðlega „Ég myndi fúslega viðurkenna þetta allt saman ef þetta væri satt.“ 10. október 2014 16:19
"Ætli þetta hafi ekki bara verið spurning um að deyja eða frelsa sjálfan sig“ Sævar Poetrix sendir frá sér opinskáa bók um líf sitt. 9. október 2014 17:30